
Framkvæmdastjóri veitukerfa
HS Veitur leita að reyndum og metnaðarfullum stjórnanda til að leiða teymi starfsfólk sem sinnir hönnun, rekstri og framkvæmdum veitukerfa fyrirtækisins sem eru rafveitur, vatnsveitur og hitaveitur. Viðkomandi þarf að hafa farsæla reynslu af stjórnun og hafa menntun á sviði verk- eða tæknifræði.
Framkvæmdastjóri veitukerfa hefur forystu um rekstur, stefnumótun og þróun veitukerfa með það að markmiði að uppfylla þarfir viðskiptavina fyrir hnökralaust og hagkvæmt aðgengi að veituinnviðum á þjónustusvæðum fyrirtækisins. Fyrirtækið á og rekur veituinnviði á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ, Árborg og Vestmannaeyjum. Framundan eru spennandi tímar vegna íbúafjölgunar og atvinnuuppbyggingar á veitusvæðinu auk framþróunar í orkuskiptum, tækniþróunar og snjallvæðingar.
Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni í samstarfi við starfsmenn og aðra stjórnendur. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á umhverfis- og öryggismál í sinni starfsemi og hefur nýlega lokið stefnumótun og skipulagsbreytingum sem eru í innleiðingu.
Framkvæmdastjóri veitusviðs heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
- Ábyrgð á stjórnun, rekstri og uppbyggingu veitukerfa.
- Stefna og framtíðarsýn veitustarfsemi HS Veitna.
- Viðhald og þróun öryggis- og umbótamenningar.
- Leiða og styðja skemmtilegan hóp afburða fagfólks.
- Ábyrgð á fjárhag og áætlunum veitusviðs.
- Samvinna við aðrar deildir fyrirtækisins og viðskiptavini.
- Menntun á sviði verk- eða tæknifræði.
- Framúrskarandi stjórnunarhæfni og leiðtogahæfileikar.
- Þekking og reynslar af veitustarfsemi kostur.
- Reynsla af stjórrnun og rekstri skilyrði.
- Færni í umbótastarfi, teymisvinnu og breytingastjórnun.
- Færni í að vinna markvisst að öryggis-, jafnréttis- og umhverfismálum.













