
Arnarlax ehf
Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með aðalstarfsemi á Vestfjörðum og með höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið er að fullu lóðrétt samþætt með alla þætti virðiskeðjunnar á sinni hendi, þar með talið seiðaframleiðslu, eldi, vinnslu og sölu.
Arnarlax teymið samanstendur nú af um 170 hæfu fólki á öllum stigum virðiskeðjunnar. Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af öllum kynjum og ýmsum þjóðernum sem vinna saman að framleiðslu fyrsta flokks lax til viðskiptavina um allan heim.
Við erum með starfsemi í 5 mismunandi sveitarfélögum með starfsstöðvar á Bíldudal, Patreksfirði, Tálknafirði og Kópavogi, og með seiðaframleiðslu á Tálknafirði, Þorlákshöfn og Hallkelshólum.
Arnarlax er jafnlaunavottað fyrirtæki.
Arnarlax hvetur alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starf, óháð kyni og þjóðernisuppruna.

Fjármálastjóri
Arnarlax leitar að öflugum fjármálastjóra til að leiða fjármálateymi og ganga til liðs við framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum Arnarlax. Um er að ræða lykilhlutverk í vaxandi framleiðslufyrirtæki sem starfar á alþjóðlegum vettvangi. Skrifstofa fjármálastjóra er í Kópavogi eða á Bíldudal, en starfinu fylgja ferðalög bæði innanlands sem utan.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áhersla á innri þjónustu og daglega stjórnun fjármálastarfsemi fyrirtækisins
- Leiða fjármálateymi og styðja við stefnumótun og rekstraráætlanir
- Áætlunargerð félagsins, framþróun á ferlum og kerfum eftir því sem við á
- Viðhald og þróun á upplýsingagjöf til innri og ytri hagaðila félagsins
- Hafa umsjón með fjárhagsuppgjörum og bókhaldi í samræmi við kröfur skráðra félaga, þ.m.t. ársfjórðungsleg skýrslugjöf til fjármálamarkaða
- Byggja upp traust og fagleg samskipti við fjárfesta og banka
- Yfirsýn yfir reikningsskilaaðferðir félagsins og ferlum í kringum reikningshald og aðrar árangursmælingar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í fjármálum, endurskoðun og reikningshaldi
- Árangursrík reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og greiningum
- Víðtæk þekking á IFRS alþjóðlegum reikningsskilastöðlum
- Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjárhagsupplýsinga
- Samskiptafærni og þjónustulund
- Áhugi á framleiðslu og iðnaði er kostur
- Mjög góð enskukunnátta; kunnátta í norrænum tungumálum er kostur
- Vilji og geta til að ferðast reglulega innanlands og erlendis
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur20. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur
Strandgata 1, 465 Bíldudalur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í gagnagreiningu
Terra hf.

Mannauðsstjóri - Employee Experience Manager
The Reykjavik EDITION

Launasérfræðingur
RÚV

Sérfræðingur í reikningshaldi og uppgjörum
Félagsbústaðir

Innkaupasérfræðingur / Procurement Specialist
Alcoa Fjarðaál

Fjármálastjóri
Arnarlax

Sérfræðingur/viðurkenndur bókari til starfa á fjármála- og rekstrarsviði
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Sérfræðingur í uppgjörum og reikningshaldi (Financial Accountant)
Air Atlanta Icelandic

Framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar
Þjóðleikhúsið

Sérfræðingur í stafrænni þróun á sölusviði
Coca-Cola á Íslandi

Uppgjörsaðili
Skattur & bókhald

Bókari
Skattur & bókhald