

Sérfræðingur í teymi mæla og mælagagna
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að ganga til liðs við fjölbreyttan hóp sérfræðinga sem sinna verkefnum tengdum rekstri snjallmæla og úrvinnslu mæligagna.
Helstu viðfangsefni felast í að sinna rekstri kerfa sem snúa að því að tryggja söfnun gagna frá snjallmælum ásamt því að sökkva sér í gögnin og greiningu þeirra. Við metum reynslu af vinnu í teymum, þar sem um er að ræða hlutverk í öflugum hópi sem vinnur að mótun tækifæra til snjallrar framtíðar. Þú munt taka þátt í að skapa ný tækifæri í þjónustu, greiða fyrir orkuskiptum og auka tækifæri til bættrar nýtingar orku í framtíðinni.
Starfið krefst útsjónarsemi, greiningarhæfni, hæfileika til þess að halda mörgum boltum á lofti, samskiptafærni og þjónustulund.
- Gagnalæsi - þekking og reynsla af að vinna með flókin gögn og greiningu þeirra.
- Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli
- Áhugi á orkumálum og rafmagns- og rafeindabúnaði
- Háskólapróf eða tæknimenntun sem nýtist í starfi
- Spennandi og krefjandi verkefni í nýsköpunarumhverfi í öflugu teymi
- Umhverfi þar sem nýsköpun, fagmennska og sjálfbærni ganga hönd í hönd.
- Sveigjanleika í vinnu og öflugan stuðning við faglega þróun.
- Aðgang að líkamsrækt, frábæran aðbúnað, öflugt félagslíf og öruggan og inngildandi vinnustað.
- Samkeppnishæf laun og fríðindi.
Orkuveitan samanstendur af móðurfélaginu og fjórum dótturfélögum, Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að styðja vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar.
Með því að nýta orku náttúrunnar, skapandi orku mannlífsins og frumkvöðlaorku starfseminnar skipar Orkuveitan sér í fremstu röð við að knýja áfram samfélög með sjálfbærum hætti. Við njótum öll ávinningsins.
📽 Smelltu hér til að kynna þér Orkuveituna sem vinnustað
Við erum forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og því hvetjum við öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 21. október
Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Ari Jónsson, Hópstjóri Mæla- og mæligagna, [email protected]












