Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa

Gerum flutningskerfið snjallara!

Við leitum að metnaðarfullum og ábyrgum liðsfélaga til að styrkja teymi sérfræðinga sem vinna að rekstri stjórn- og varnarbúnaðar, sjálfvirknivæðingu og snjallnetslausnum í flutningskerfi raforku. Hlutverk okkar er að undirbúa Landsnet fyrir framtíðina – hvort sem það felur í sér nýja tækni, aukinn raforkuflutning, nýja viðskiptavini eða breyttar áherslur í orkumálum.

Landsnet er framarlega á heimsvísu í notkun stafrænna lausna í orkuflutningi og þú færð að taka þátt í verkefnum sem skipta samfélagið máli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur og eftirlit með stjórn- og varnarbúnaði.
  • Innleiðing nýrrar tækni í stjórn- og varnarbúnaði raforkukerfa.
  • Þróun sjálfvirknivæðingar og snjallnetslausna.
  • Greining gagna og upplýsinga til að bæta rekstur og öryggi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði tækni- eða verkfræði; marktæk starfsreynsla getur komið í stað formlegrar menntunar.
  • Mjög góð tölvukunnátta; þekking á forritun og netsamskiptum er kostur.
  • Þekking á stjórn- og varnarbúnaði og/eða raforkukerfum er kostur.
  • Þekking á fjarskiptatækni (ef við á) er kostur.
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð; sterk greiningarhæfni.
  • Góð hæfni í uppbyggilegum samskiptum og samvinnu.
Fríðindi í starfi
  • Áhrif á samfélagslega mikilvæg verkefni og tækifæri til að móta stafrænan rekstur flutningskerfisins.
  • Gott vinnuumhverfi þar sem lögð er áhersla á faglegan stuðning og þjálfun.
  • Aðstaða á vinnustaðnum, m.a. líkamsrækt og mötuneyti.
  • Samstarf við fjölbreytt og áhugasamt starfsfólk.
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar