Einingaverksmiðjan
Einingaverksmiðjan
 Einingaverksmiðjan

Gæða- og öryggisstjóri

Einingaverksmiðjan leitar að öflugum, jákvæðum og metnaðarfullum einstakling í stöðu gæða- og öryggisstjóra. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu af sambærilegu starfi.

Hlutverkið felst meðal annars í að innleiða, þróa og viðhalda verkferlum tengdum gæða- og öryggismálum. Innleiða og viðhalda vottunum tengdri starfsseminni. Þróa áfram gæðakerfi fyrirtækisins og tryggja öfluga öryggismenningu innan fyrirtækisins.

Starfið heyrir undir sviðsstjóra mannauðs-, gæða- og öryggismála.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með gæðakerfum og gæðahandbók
  • Ber ábyrgð á og hefur umsjón verkefnum tengdum umhverfisvottunum 
  • Innleiða, viðhalda og þróa ferla í gæða-, umhverfis- og öryggismálum
  • Þjálfun starfsfólks í gæða- og öryggismálum
  • Heldur utan um gæðaráð. Undirbýr og stýrir fundum gæðaráðs. Fylgir eftir úrbótum og vinnur að forvörnum
  • Utanumhald á sorpflokkunarmálum og sjálfbærniuppgjöri
  • Tryggir að starfsemi sé í samræmi við leyfi, lög og reglugerðir
  • Kemur að og heldur utan um gæðamál tengd framleiðslu s.s. steypuprófanir o.fl.
  • Fylgir eftir gæðaeftirliti í framleiðslu og réttri skjölun
  • Situr í öryggisnefnd og gæðaráði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði 
  • Þekking og reynsla af sambærilegu starfi tengdum gæðamálum (þekking á stöðlum og vottunum)
  • Þekking og reynsla af öryggismálum
  • Reynsla af umhverfisvottunum kostur 
  • Þekking á viðeigandi stöðlum og reglum tengdri starfi og starfssemi 
  • Sjálfstæð, fagleg og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Jákvætt viðmót og mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur19. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
koparhella 5
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar