
Norðurorka hf.
Norðurorka hf. rekur fjölbreytta veitustarfsemi á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu.
Meginhlutverk fyrirtækisins er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfis raforku og rekstri fráveitu.
Norðurorka hf. er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).

Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Norðurorka leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum verkefnastjóra.
Starfið er á framkvæmdasviði og verkefnastjóri starfar í nánu samstarfi við aðra verkefnastjóra, verkfræðinga og tæknifólki innan Norðurorku, auk þess að vinna með utanaðkomandi verktökum, ráðgjöfum og opinberum aðilum. Starfið krefst reglulegra vettvangsferða á framkvæmdasvæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni verkefna fyrir veitukerfi (rafmagn, heitt og kalt vatn og fráveita)
- Áætlanagerð, útboðsgögn og samningar við verktaka
- Eftirlit með framvindu verkefna og að þau séu unnin samkvæmt áætlun, fjárhagsramma, gæðakröfum og lögum/öryggisreglum
- Samhæfing hagsmunaaðila s.s. innanhúsdeilda, verktaka, ráðgjafa, sveitarfélaga o.fl.
- Regluleg skýrslugerð til stjórnenda og eftirlitsaðila ef við á
- Eftirlit með öryggi á vinnusvæðum og að lögum og reglugerðum um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd sé fylgt
- Huga að nýtingu auðlinda, umhverfismálum og sjálfbærni í framkvæmdum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
- Mjög góð samskipta- og samvinnufærni
- Skipulagshæfni, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Reynsla af kostnaðarstýringu, samningagerð og útboðsferlum er kostur
- Geta til forgangsröðunar og að halda mörgum boltum á lofti í einu
- Þekking á stöðlum verkefnastjórnundar er kostur
- Íslensku- og enskufærni, í rituðu og töluðu máli
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsueflingarstyrkur
- Símtækjastyrkur
- Niðurgreitt mötuneyti
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 4, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
ÁætlanagerðFrumkvæðiJákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVerkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf

Gæða- og öryggisstjóri
Einingaverksmiðjan

Áhættustjóri
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa
Landsnet hf.

Lausnamiðaður ráðgjafi í Tækniráðgjöf Deloitte
Deloitte

Sérfræðingur sem stýrir verkefnum
Umhverfis- og skipulagssvið

Framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Framkvæmdastjóri hönnunar- og áætlanasviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Aðstoðarmaður deildarstjóra á taugalækningadeild
Landspítali

Aðstoðarmaður deildarstjóra geðrofs- og samfélagsgeðteymis
Landspítali

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra