Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Deildarstjóri innkaupastýringar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða öflugan einstakling með skýra framtíðarsýn og getu til að vinna í krefjandi umhverfi þar sem frumkvæði og drifkraftur fá að njóta sín í starfi deildarstjóra innkaupastýringar.

Leitað er að framsæknum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni, brennandi áhuga á innkaupum auk skilnings og þekkingar á rekstri. Deildarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs og vinnur náið með stjórnendateymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Starfið felur í sér virka þátttöku í breytingum sem eru framundan í innkaupastýringu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og felur í sér mikil samskipti við stjórnendur, innlenda og erlenda birgja og ýmsa aðra samstarfsaðila.

Meginhlutverk Innkaupastýringar er að leggja grunn að hagkvæmum og ábyrgum innkaupum. Einnig að tryggja að innkaup séu samræmd, gagnsæ, rekjanleg og að hagkvæmni sé gætt í hvívetna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með innkaupum og dagleg stjórnun innkaupastýringar.
  • Skipuleggja, samræma og stjórna innkaupum.
  • Þátttaka í mótun og innleiðingu innkaupastefnu og innkaupareglna. 
  • Skilvirk innkaup og mótun innkaupaferla. 
  • Samskipti við innlenda og erlenda birgja.
  • Gerð innkaupasamninga og umsjón með útboðum.
  • Eftirlit með birgðastöðu og gerð innkaupaáætlana.
  • Skýrslugerð, greiningar og skilgreining árangursmælikvarða.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.  
  • Leiðtogahæfni, jákvætt hugarfar, framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
  • Árangursrík reynsla af innkaupum og útboðum.
  • Reynsla af vörustjórnunar- og innkaupaferlum.
  • Þekking og reynsla af greiningarvinnu, kostur á sviði innkaupa, og af miðlun upplýsinga.
  • Ögun í vinnubrögðum.
  • Góð tölvufærni, þekking og reynsla af viðskiptagreiningartólum er kostur.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Auglýsing birt16. október 2025
Umsóknarfrestur27. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar