

Fagstjóri
Hefurðu hæfni til að sjá heildarmyndina, greina tækifæri og tengja saman fólk, gögn og stefnu?
Við hjá Veitum vinnum markvisst að því að auka fyrirsjáanleika í rekstri og fjárfestingum og tryggja að innviðir okkar styðji við ört vaxandi samfélag. Við viljum hámarka nýtingu auðlinda og innviða, tryggja að allar fjárfestingar byggist á traustum gögnum og skapa stöðugleika til langrar framtíðar.
Til að leiða þessa vinnu leitum við að fagstjóra vatnsmiðla sem starfar samhliða öðrum fagstjóra og í nánu samstarfi við forstöðumanneskju vatnsmiðla við mótun stefnu, þróun og nýsköpun til næstu áratuga. Vatnsmiðlar Veitna samanstanda af hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu, sem saman tryggja samfélaginu daglega þjónustu og lífsgæði.
Þetta er lykilhlutverk fyrir einstakling með hæfni til að tengja saman fólk, gögn og stefnu – og móta framtíð þjónustunnar með sjálfbærni, áreiðanleika og nýsköpun að leiðarljósi.
Hlutverkið
Sem fagstjóri vatnsmiðla munt þú:
- starfa samhliða öðrum fagstjóra og í nánu samstarfi við forstöðumanneskju vatnsmiðla
- vera lykilaðili í mótun og framgangi kerfisáætlana vatnsmiðla og tengja hana við stefnu, rekstur og fjárfestingar
- skilgreina hvaða greiningar og áætlanir þarf að vinna
- vinna náið með samstarfsfólki til að skilja raunverulegar áskoranir og tækifæri í rekstri
- fylgjast með þróun og bestu lausnum í orku- og vatnsmálum og tengja þær við íslenskar aðstæður
- sjá til þess að stefna, rekstur, fjárfestingar og lagakröfur haldist í takti
- miðla niðurstöðum og framtíðarsýn á skýran hátt og fá fólk með í aðgerðir
Við leitum að manneskju sem
- hefur sterka hæfni til að greina, skilgreina og ramma inn verkefni á stefnumótunarstigi
- getur tengt saman stefnu, rekstur og tæknilausnir með hagsýni og framsýni
- hefur góða innsýn í samspil laga, reglna, tækni og umhverfis í rekstri innviða
- er skipulögð, lausnamiðuð og hefur hæfni til að leiða
- hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynslu af stefnumótun, þróunarvinnu eða rekstri innviða













