Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Sérfræðingur í kerfisgreiningum - tímabundið starf

Viltu taka þátt í þróun flutningskerfis rafmagns á Íslandi?

Við leitum að sérfræðingi í kerfisgreiningum í tímabundið starf til eins árs sem vill hafa áhrif á þróun flutningskerfis rafmagns og taka þátt í spennandi tímum orkuskipta. Þú verður hluti af öflugu teymi sérfræðinga sem sinna greiningum og áætlanagerð fyrir flutningskerfi Landsnets og tryggja þannig traustar tengingar nýrra virkjana og notenda við kerfið.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir nýútskrifaða raforkuverkfræðinga eða aðra með brennandi áhuga á raforkukerfinu og þróun flutningskerfisins til að öðlast dýrmæta reynslu og taka virkan þátt í framtíðinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæma kerfisgreiningar og stuðla að traustri áætlanagerð sem leggur grunn að fjárfestingum í flutningskerfinu.
  • Taka þátt í greiningu á áhrifum nýrra virkjana, notenda og breytinga á flutningskerfinu.
  • Vinna með aflflæðihermum og greiningartólum við útreikninga og sviðsmyndagreiningar.
  • Þróa verklag og aðferðir til að efla gagnanýtingu og auka skilvirkni.
  • Taka þátt í þróunarverkefnum og samstarfi við sérfræðinga innan og utan Landsnets.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði raforkuverkfræði. Mikil starfsreynsla getur vegið upp á móti formlegri menntun.
  • Reynsla af notkun aflflæðiherma (t.d. DigSilent Power Factory eða sambærilegt).
  • Þekking á kerfisgreiningum, gagnavinnslu og framsetningu gagna.
  • Hæfni í textaskrifum og skýrslugerð er æskileg.
  • Þekking á forritun í Python er kostur.
  • Skipulögð, sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð.
  • Hæfni og þor til að taka ákvarðanir og tjá sig faglega.
Fríðindi í starfi
  • Tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun flutningskerfis rafmagns Íslands.
  • Þverfaglegt og skapandi starfsumhverfi sem leggur áherslu á nýsköpun og umbætur.
  • Samstarf við fjölbreyttan hóp sérfræðinga sem vinna að framtíð raforkukerfisins.
  • Skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti og svo margt fleira.
  • Stuðning við faglega og persónulega þróun.
  • Starf sem skiptir máli fyrir samfélagið!
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Miðási 7
Rangárvöllum
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar