
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Langar þig að starfa við framkvæmdaeftirlit?
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila sem hefur brennandi áhuga á mannvirkjagerð til að sinna hönnun og eftirliti með bygginga- og veituframkvæmdum. Um er að ræða starf á Suðurlandi í öflugu fagteymi bygginga. Ef þú hefur auga fyrir smáatriðum, mikla útsjónarsemi og færð ánægju út úr því að vinna í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi, þá viljum við gjarnan heyra frá þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með byggingaframkvæmdum
- Eftirlit með veituframkvæmdum
- Öryggiseftirlit
- Samningar og eftirfylgni verklegra framkvæmda
- Byggingastjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í byggingarfræði, tæknifræði eða byggingarverkfræði
- Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Reynsla af verkefnisstjórnun
- Byggingastjóraréttindi eru kostur
- Reynsla af öryggiseftirliti er kostur
- Reynsla af ACC og sambærilegum verkefnavefjum er kostur
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
- Góð kunnátta í íslensku er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur9. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurvegur 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í kerfisgreiningum - tímabundið starf
Landsnet hf.

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Hefur þú þekkingu á byggingu eða hönnun húsa?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Verkefnastjóri nýframkvæmda og greininga
Mosfellsbær

Sérfræðingur í teymi raf- og fjarskipta
EFLA hf

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Byggingarverk- eða tæknifræðingur á framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.

Framkvæmdastjóri hönnunar- og áætlanasviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Vörustjóri véladeild
Fálkinn Ísmar

Líffræðingur
VERKVIST

Rekstrarstjóri upplýsingatækni
Þjóðskjalasafn Íslands

Deildarstjóri teiknistofu
Norðurorka hf.