
Norðurorka hf.
Norðurorka hf. rekur fjölbreytta veitustarfsemi á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu.
Meginhlutverk fyrirtækisins er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfis raforku og rekstri fráveitu.
Norðurorka hf. er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).

Deildarstjóri teiknistofu
Norðurorka leitar að lausnamiðuðum og tæknilega sinnuðum einstaklingi með ríka þjónustulund, góða samskiptafærni og áhuga á þróun stafrænna ferla.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af landupplýsingakerfum, verkferlaþróun og hönnun veitukerfa.
Í starfinu felst að leiða innleiðingu stafrænna lausna í afgreiðslu heimlagna, þróun innmælinga, hönnun í landupplýsingakerfum og viðhald þeirra. Fram undan eru spennandi verkefni tengd hönnunarkerfum, verkferlaþróun og stafrænum umbreytingum í veiturekstri Norðurorku.
Starfið er á þjónustusviði og næsti yfirmaður er sviðsstjóri þjónustusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innleiðing hönnunarkerfis og rafrænna lausna í heimlögnum
- Þróun landupplýsingakerfis og verkferla
- Teymisfundir og útdeiling verkefna
- Stuðla að faglegri og skilvirkri þjónustu innan teymisins
- Móttaka og vöktun á framgangi heimlagnaumsókna
- Hönnun og rýni eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði verk-, tækni- eða landfræði
- Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
- Góð þekking á landupplýsingakerfum
- Reynsla af hönnun og hönnunarkerfum er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Lausnamiðuð og framsýn nálgun í starfi
- Hæfni til að leiða teymi og vinna þvert á hópa
- Reynsla af þróun og sjálfvirknivæðingu stafrænna ferla æskileg
- Geta til að tileinka sér nýja færni og miðla henni til annarra
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsueflingarstyrkur
- Símtækjastyrkur
- Niðurgreitt mötuneyti
Auglýsing birt10. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 4, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðVerkefnastjórnunVerkfræðingurÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Field Service Specialist
Marel

Viðskiptastjóri
Vistor

Deildarstjóri þjónustu
Norðurorka hf.

Byggingafræðingur / Constructing Architect
COWI

BIM sérfræðingur / BIM specialist
COWI

Hefur þú þekkingu á byggingu eða hönnun húsa?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Verkfræðingur/tæknifræðingur
Hampiðjan Ísland ehf

Byggingarverk- eða tæknifræðingur á framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.

Leiðtogi fasteignaþjónustu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)
Rafíþróttasamband Íslands

Markaðsstjóri BM Vallá
BM Vallá

Quality Center Engineer
Embla Medical | Össur