Rafíþróttasamband Íslands
Rafíþróttasamband Íslands

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)

Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) leitar að öflugum og skipulögðum mótastjóra sem hefur brennandi áhuga á rafíþróttum og skipulagi.

Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) er leiðandi í þróun rafíþrótta á Íslandi. Við vinnum með 26 aðildarfélögum sem sinna æskulýðsstarfi fyrir börn og ungmenni um land allt og sjáum um skipulagningu móta og viðburða í rafíþróttum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning og framkvæmd á rafíþróttamótum og öðrum tengdum viðburðum.

  • Samskipti við þátttakendur, félög og samstarfsaðila vegna móta.

  • Gerð og viðhald mótaskipulags og keppnisreglna.

  • Yfirsýn yfir kynningu og skráningu rafíþróttamóta sambandsins.

  • Eftirfylgni með gæðum og árangri viðburða.

  • Samskipti við styrktaraðila og mótastjórnir sambandsins.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af skipulagningu viðburða eða verkefnastjórnun er kostur.

  • Reynsla af æskulýðsstarfi er kostur.

  • Þekking á rafíþróttum er kostur.

  • Tæknileg þekking, er kostur.

  • Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi.

  • Góð færni í skipulagningu, frumkvæði og að leysa úr vandamálum.

  • Hæfni til að vinna undir álagi og í fjölbreyttu vinnuumhverfi.

  • Þekking á Photoshop og Canva er kostur.

Auglýsing birt9. október 2025
Umsóknarfrestur27. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabær
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Viðburðastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar