Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur

Quality Center Engineer

Hefur þú áhuga á að skilja hvers vegna hlutir bila eða brotna? Nýturðu þess að leysa flókin vandamál með greiningu og kerfisbundinni nálgun?

Gæðasetur Össurar leitar að jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðingi í greiningu á spelkum, sem mun leiða aðferðir við bilanagreiningu þvert á alþjóðlegar starfsstöðvar Össurar. Starfið felur í sér greiningu á spelkum sem berast frá viðskiptavinum, svörun við fyrirspurnum tengdum gæðum og bilunum, ásamt því að þróa og bæta verklag við bilanagreiningu. Þú munt vinna náið með mörgum deildum, þar á meðal þróunardeild, framleiðsludeild og gæðadeildum víða um heim, með það að markmiði að bæta áreiðanleika vara og öryggi notenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sérfræðingur í bilanagreiningum á spelkum.
  • Greina spelkur sem berast frá viðskiptavinum og meðhöndla kvartanir.
  • Framkvæma kerfisbundið mat á virkni spelkna á markaði.
  • Meta áhættu, greina orsakir bilana og bregðast við fyrirspurnum viðskiptavina.
  • Þróa og viðhalda aðferðum og verklagi tengdu greiningu á spelkum.
  • Hanna búnað og bæta aðferðir fyrir greiningar.
  • Koma niðurstöðum greininga skýrt á framfæri í skýrslum og samskiptum við aðrar deildir.
  • Styðja Gæðasetrið í öðrum verkefnum tengdum gervifótum, eins og prófunum á vörum og skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða (BS) í verkfræði eða skyldu fagi, t.d. vélaverkfræði, efnafræði eða tæknifræði.
  • Að lágmarki 3 ára reynsla í verkfræði tengdri véltækni, smíði, bilunum eða brotfræðum.
  • Haldbær þekking og reynsla á efna-, efnis- eða brotfræði.
  • Góð færni í gagnameðhöndlun (Excel, Pivot töflur, Power BI er kostur).
  • Sterkur greiningarhæfileiki og áhugi á að leita orsaka bilana.
  • Þekking á kröfum fyrir lækningatæki er kostur.
  • Góð samskiptafærni og hæfni til að skýra tæknileg málefni á skiljanlegan hátt.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Framúrskarandi kunnátta í ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur  

  • Samgöngustyrkur  

  • Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir  

  • Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat 

  • Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf 

  • Árlegur sjálfboðaliðadagur  

  • Starfsþróun
  • Öflugt félagslíf

  • Sveigjanleiki
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur20. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.BilanagreiningPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar