Héðinn
Héðinn
Héðinn

Vélahönnuður

Héðinn hf. leitar að lausnamiðuðum vélahönnuði til að styrkja öfluga tæknideild fyrirtækisins.
Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér hönnun og þróun véla og búnaðar fyrir iðnaðarlausnir Héðins. Verkefnin eru spennandi og fela í sér náið samstarf við framleiðslu og aðrar deildir fyrirtækisins. Þekking á varmafræði er mikill kostur þar sem hún nýtist í mörgum af okkar verkefnum.


Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill takast á við spennandi og krefjandi verkefni hjá framsæknu og rótgrónu fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun véla og búnaðar fyrir iðnaðarlausnir.
  • Teiknivinna í Inventor, Autocad, 3D plant og öðrum hönnunarforritum.
  • Val og eftirfylgni með efnisaðföngum.
  • Þátttaka í handbókargerð og gæðamálum.
  • Samstarf við raftæknideild og framleiðslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • B.Sc í vélaverkfræði, véltæknifræði eða skyldu fagi.
  • Reynsla af hönnun og teiknivinnu (1–2 ár+ æskilegt).
  • Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af hagnýtingu varmafræði í greiningu og hönnun tæknikerfa.
  • Góð færni í Inventor og Autocad og/eða 3D plant mikill kostur.
  • Lausnamiðuð hugsun, nákvæmni og skipulagshæfni.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði, norðurlandamál er kostur.
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur.
  • Stórglæsilegt starfsmannarými með golf- og skothermi.
  • Líkamsræktaraðstaða og búningsklefar með sturtu. 
  • Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi.
Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar