
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 150 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða. Að auki hefur nýverið tekið í notkun stórglæsilegt afþreyingarrými fyrir starfsmenn með golf- og skothermi, píluspjöldum og fleiru sem starfsmenn geta nýtt sér utan vinnutíma.

Vélahönnuður
Héðinn hf. leitar að lausnamiðuðum vélahönnuði til að styrkja öfluga tæknideild fyrirtækisins.
Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér hönnun og þróun véla og búnaðar fyrir iðnaðarlausnir Héðins. Verkefnin eru spennandi og fela í sér náið samstarf við framleiðslu og aðrar deildir fyrirtækisins. Þekking á varmafræði er mikill kostur þar sem hún nýtist í mörgum af okkar verkefnum.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill takast á við spennandi og krefjandi verkefni hjá framsæknu og rótgrónu fyrirtæki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun véla og búnaðar fyrir iðnaðarlausnir.
- Teiknivinna í Inventor, Autocad, 3D plant og öðrum hönnunarforritum.
- Val og eftirfylgni með efnisaðföngum.
- Þátttaka í handbókargerð og gæðamálum.
- Samstarf við raftæknideild og framleiðslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc í vélaverkfræði, véltæknifræði eða skyldu fagi.
- Reynsla af hönnun og teiknivinnu (1–2 ár+ æskilegt).
- Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af hagnýtingu varmafræði í greiningu og hönnun tæknikerfa.
- Góð færni í Inventor og Autocad og/eða 3D plant mikill kostur.
- Lausnamiðuð hugsun, nákvæmni og skipulagshæfni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði, norðurlandamál er kostur.
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur.
- Stórglæsilegt starfsmannarými með golf- og skothermi.
- Líkamsræktaraðstaða og búningsklefar með sturtu.
- Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi.
Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa
Landsnet hf.

Sérfræðingur í skipatæknideild
Samgöngustofa

Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Transformation Manager
Icelandair

Verkefnastjóri viðhaldsmála
Umhverfis- og skipulagssvið

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf

Sérfræðingur í Viðskiptalausnum markaða
Landsbankinn

Landfræðingur með sérþekkingu á landfræðilegum upplýsingakerfum
COWI

Vatnsaflsvirkjanahönnuður / Hydroelectric Power Plant Designer
COWI

Þróunar- og greiningarsérfræðingur
Veitur

Project Electrical Engineer - Iceland
Verne Global ehf

Project Mechanical Engineer - Iceland
Verne Global ehf