Samgöngustofa
Samgöngustofa
Samgöngustofa

Sérfræðingur í skipatæknideild

Samgöngustofa leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum sérfræðingi til starfa í skipatæknideild. Við bjóðum upp á krefjandi og fjölbreytt starf í alþjóðlegu starfsumhverfi þar sem unnið er að faglegu eftirliti með skipum og skipatækni. Starfið er án fastrar staðsetningar og verður vinnustaður ákveðinn í samráði við þann sem ráðinn verður.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirfara og meta hönnunargögn skipa.

  • Annast eftirlit með skipamælingum og framkvæmd þeirra.

  • Halda virku samstarfi við hönnuði, skipasmíðastöðvar innanlands og erlendis, útgerðir og viðurkennda skoðunaraðila.

  • Koma að þróun verklags innan vottaðs gæðakerfis.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, tæknifræði eða iðnfræði.

  • Greiningarhæfni og getu til að meta flókin tæknigögn.

  • Skipulag og nákvæm vinnubrögð.

  • Öfluga samskipta- og samvinnuhæfni á íslensku og ensku.

  • Frumkvæði, sjálfstæði og áræðni í starfi.

Þetta er tækifæri til að starfa í krefjandi og sérhæfðu umhverfi þar sem faglegar áskoranir og fjölbreytt verkefni eru í forgrunni.

Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur13. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar