COWI
COWI
COWI

Tæknimaður við vatnamælingar og rekstur mælikerfa

Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? COWI á Íslandi leitar eftir einstaklingi með bakgrunn á sviði rafeindabúnaðar í verkefni vatnamælinga og rekstur mælakerfa. Um er að ræða verkefni í deild vatnsafls og jarðtækni með starfsstöð í Kópavogi. Viðkomandi þarf að hafa til að bera góða almenna tölvukunnáttu, þekkingu á forritun, áhuga á ferðalögum og vinnu utanhúss.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun, smíði, forritun og uppsetning sjálfvirkra mælistöðva til vatnamælinga.
  • Rekstur mælistöðva og sjálfvirks gagnasöfnunarkerfis.
  • Forritun tengd vöktun og úrvinnslu gagna.
  • Mælingar í mörkinni á vatnafarstengdum þáttum eins og t.d. grunnvatnshæð, rennsli straumvatna og aurburði.  

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Færni þín er lykillinn að velgengni okkar. Við vinnum þvert á landamæri og fræðigreinar og deilum þekkingu og byggjum upp sterk tengsl við samstarfsfólk og viðskiptavini. Þú leggur til sérfræðiþekkingu þína og færð að læra af þeim bestu. Til að ná árangri í þessari stöðu teljum við að þú ættir að vera þjónustusinnaður, sveigjanlegur einstaklingur sem er opinn fyrir nýjum áskorunum.

Að auki er æskileg hæfni / Additonally you should have:

  • Menntun á sviði rafeindabúnaðar, viðeigandi iðn- eða háskólamenntun sem nýtist í stafi.  

  • Reynsla af forritun og uppsetningu rafeindabúnaðar. 

  • Nákvæmni og hæfni til að vinna með öðrum. 

  • Áhugi á ferðalögum og útivinnu. 

  • Reynsla af vinnu með grófari handverkfæri er kostur. 

  • Vinnuvélaréttindi eru kostur. 

Fríðindi í starfi

Við bjóðum líka uppá 

  • Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika í bland við vinnu á starfsstöð 

  • Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu

  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkir

  • Starfsmannafélag með fjölbreyttum deildum og viðburðum 

  • Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi 

  • Starfsþróunarmöguleikar innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræn þjálfun hjá COWI Academy

  • Árlegt heilsufarsmat  

Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur28. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.RafeindavirkjunPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar