

HVAC sérfræðingur
COWI á Íslandi leitar að öflugum verkfræðingi eða tæknifræðingi til að bætast við fjölbreyttan hóp sérfræðinga í lagna-og loftræstingadeild (HVAC). Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og felast m.a. í varma- og straumfræðigreiningum, kerfis- og þrívíddarhönnun auk gerð upplýsingarlíkana (BIM) fyrir lagna- og loftræstikerfi í iðnaði, orkuverum, skrifstofubyggingum, hjúkrunarheimilum, verslunum og þjónustubyggingum. Það sem gerir starf hjá COWI sérstaklega spennandi að við lausn erfiðra verkefna höfum aðgang að sérfræðingum félagsins víða um heim þar sem sérhæfing er miklu meiri en á Íslandi.
Í starfinu þarf viðkomandi að vera tilbúinn að vinna náið með fólkinu í kringum sig, hvort sem um ræðir samstarfsfólk, samstarfsaðila eða viðskiptavini. Það er mikilvægt að geta unnið sjálfstætt og að hafa jákvætt viðhorf til verkefna og mismunandi lausna.
Þar að auki eru kröfurnar til starfsins:
- Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða iðnfræði
- Reynsla af hönnun lagna og loftræstinga er kostur
- Reynsla af hönnun í Revit eða MagiCad er kostur
- Frumkvæði í starfi, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og árangursdrifni
- Góð Íslenskukunnátta í tali og rituðu máli er æskileg/nauðsynleg











