

Burðarvirkjahönnuður
COWI á Íslandi leitar að burðarvirkjahönnuði til að styrkja burðarþolsdeild sína, en þar starfa sérfræðingar á öllum aldri með ólíkan bakgrunn. Í starfinu mun viðkomandi fá tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviði burðarþolshönnunar og hafa aðkomu að hönnun flestra gerða mannvirkja svo sem burðarþolshönnun bygginga, brúa, gangna, vatnsaflsvirkjana, tengivirkja og háspennulína.
Hjá COWI vinnum við að alþjóðlegum verkefnum í nánu samstarfi við önnur fagsvið hönnunar. Deilum þekkingu þvert á landamæri og byggjum um leið upp sterkt samband við vinnufélaga og viðskiptavini. Við leitum eftir jákvæðum einstaklingum, sem getur unnið sjálfstætt og leiðbeint samstarfsfólki.
Til viðbótar er æskilegt að viðkomandi uppfylli sem flest af eftirfarandi skilyrðum:
- Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða tæknifræði með áherslu á burðarþolshönnun
- Reynsla af hönnun burðarvirkja er kostur
- Reynsla af notkun FEM reiknilíkana er kostur
- Reynsla af notkun teikniforrita t.d. AutoCAD og Tekla Structures er mikill kostur
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góða samskiptafærni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögðum










