

Ert þú sérfræðingur í lögnum? Við leitum að verkefnastjóra í sölu
Málmsteypan er leiðandi aðili á Íslandi í fráveitulausnum og steyptum járnframleiðslum. Við leitum nú að drífandi og metnaðarfullum verkefnastjóra sem hefur ástríðu fyrir veituverkefnum og vill taka virkan þátt í áframhaldandi vexti fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
-
Samskipti og uppbygging tengsla við lykilviðskiptavini og birgja.
-
Veita tæknilega ráðgjöf og sérþekkingu bæði innan fyrirtækisins og út á markaðinn.
-
Tryggja að verkefni séu ávallt afhent á réttum tíma og í hæsta gæðaflokki.
-
Útbúa tilboð og kostnaðaráætlanir fyrir stærri og minni verk.
-
Þróa ný viðskiptatækifæri og taka þátt í áframhaldandi vexti Málmsteypunnar.
Við leitum að einstaklingi sem:
-
Hefur víðtæka reynslu af pípulögnum og fráveitulausnum
-
Er með viðeigandi menntun á sviði pípulagna, verkfræði, byggingatækni eða skyldum greinum.
-
Getur unnið sjálfstætt, tekið frumkvæði og sýnt ábyrgð í sínum verkefnum.
-
Er skipulagður, lausnamiðaður og hefur góða færni í áætlunargerð og eftirfylgni.
-
Hefur hæfileika til þess að mynda traust og öfug tengsl.
Hvað við bjóðum:
-
Spennandi og krefjandi starf í metnaðarfullu og samheldnu teymi.
-
Mikil áhrif á stefnu og vöxt fyrirtækisins – tækifæri til að leiða nýjar áherslur og verkefni.
-
Sveigjanlegt vinnuumhverfi með sjálfstæði og frelsi til að móta eigin vinnudag.













