

Digital Product Specialist
Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?
Össur leitar að metnaðarfullum Digital Product Specialist með mikinn áhuga á notendamiðuðum lausnum og hæfni til að vinna með ólíkum teymum til að skapa framúrskarandi vöruupplifun.
Í þessu hlutverki styður þú bæði við samstarfsfólk og viðskiptavini við að nota stafrænar lausnir á árangursríkan hátt. Þú munt vinna náið með vöruteyminu að því að prófa nýja virkni, búa til skýrar leiðbeiningar og miðla endurgjöf sem stuðlar að áframhaldandi þróun og bættri upplifun notenda.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir einstakling með sterka samskipta- og samvinnuhæfni, reynslu af því að vinna með ólíkum hagsmunaaðilum, nákvæmt vinnulag og áhuga á að þróa notendavænar stafrænar lausnir.
-
Hafa góða yfirsýn yfir virkni stafrænna lausna, vinnuferla og notendaþarfir.
-
Styðja við innleiðingu með því að búa til skýrar leiðbeiningar, algengar spurningar og þjálfunarefni.
-
Vinna náið með Digital Product Manager, UX/UI hönnuðum og forriturum að því að skilgreina þarfir, prófa nýja virkni og leggja til úrbætur.
-
Fylgjast með notkun, safna endurgjöf og deila niðurstöðum sem hjálpa til við áframhaldandi þróun og betri upplifun notenda.
-
Hjálpa samstarfsfólki og viðskiptavinum að tileinka sér nýja virkni á sem skilvirkastan hátt.
-
Háskólagráða í viðskiptafræði, verkfræði eða tengdu sviði.
-
Að lágmarki 2 ára reynsla í starfi sem tengist vöru eða þjónustu við viðskiptavini.
-
Sterk samskipta- og kynningarfærni (geta haldið kynningar eða þjálfun fyrir aðra).
-
Hæfni til að nýta gögn og leggja til umbætur.
-
Hæfni til að vinna með ólíkum teymum og hagsmunaaðilum.
-
Framúrskarandi enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
-
Þekking á verkfærum á borð við Jira, Confluence, Figma eða sambærilegum forritum er kostur.
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
- Sveigjanleiki

