EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Sérfræðingur í teymi raf- og fjarskipta

EFLA leitar að reynslumiklum einstaklingi til starfa við hönnun rafkerfa. Um er að ræða starf á iðnaðarsviði í teymi raf- og fjarskipta.


Starfið snýr að hönnun á 400V -11kV rafkerfum og annarri rafmagnstengdri ráðgjöf í iðnaði. Meðal verkefna er hönnun landtenginga fyrir skip og fóðurpramma, hönnun rafdreifingar og lýsingar í götum, jarðgöngum og brúargerð. Hönnun rafdreifingar fyrir gagnaver, fiskeldi, sjávarútveg og annan iðnað.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun rafkerfa í iðnaðarumhverfi
  • Val á búnaði
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Gerð útboðsganga
  • Samskipti við viðskiptavini og birgja
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rafmagnsverk- eða tæknifræðingur eða önnur sambærileg menntun.
  • Reynsla af hönnun rafkerfa er kostur
  • Reynsla í notkun AutoCad og Revit er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
  • Metnaður til starfsþróunar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt16. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar