EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Sérfræðingur í gagnaöryggi og gervigreind

EFLA leitar að öflugum sérfræðingi í upplýsingaöryggi með sérhæfingu í Microsoft Purview og gervigreind. Viðkomandi mun bera ábyrgð á upplýsingaöryggi og viðhaldi á ISO27001 staðlinum, ásamt því að leiða notkun og þróun á Microsoft Purview og nýta gervigreindarlausnir til að efla öryggi og rekjanleika gagna innan fyrirtækisins. Starfið krefst mikillar nákvæmni, frumkvæðis og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með upplýsingaöryggi EFLU og dótturfélaga erlendis  
  • Viðhald og endurskoðun á ISO27001 öryggisstaðli  
  • Stýring og þróun á Microsoft Purview-lausnum  
  • Þróa og kortleggja tækifæri tengt notkun á gervigreind 
  • Nýting gervigreindarlausna í gagnavinnslu  
  • Greining og mat á öryggisáhættu, ásamt ráðgjöf til stjórnenda  
  • Þjálfun og fræðsla starfsfólks í öryggismálum og gervigreind 
  • Viðbrögð við öryggisatvikum og samvinna við innri og ytri aðila 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af stjórnun upplýsingaöryggis
  • Þekking á Microsoft Purview og tengdum lausnum
  • Þekking á ISO27001 staðlinum og reynsla af viðhaldi
  • Reynsla af notkun gervigreindarlausna í  gagnavinnslu er mikill kostur
  • Góð samskipta- og leiðtogahæfni
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Reynsla af áhættumati og viðbrögðum við öryggisatvikum er kostur
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar