Abler
Abler

Fjármálastjóri (CFO)

Alþjóðlega íþróttatæknifyrirtækið Abler (líka þekkt sem Sportabler) leitar að metnaðarfullum og lausnarmiðuðum fjármálastjóra til starfa á starfsstöðinni okkar á Íslandi.

Starfið sameinar stefnumótun og daglega framkvæmd fjármálastarfa. Um er að ræða stöðu í framkvæmdastjórn félagsins, fjölbreytt, krefjandi og spennandi starf í ört vaxandi alþjóðlegu umhverfi, og lykilhlutverk í skölun og vexti Abler á alþjóðlegum mörkuðum.

Leitum að aðila sem hefur reynslu og brennandi áhuga á uppbyggingu fyrirtækja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Virk þátttaka í stefnumótun og alþjóðlegri uppbyggingu Abler
  • Yfirsýn og ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana, uppgjöra og skýrslugerða
  • Umsjón með fjármögnun, sjóðsstreymi og áhættustýringu
  • Ábyrgð á öllum fjármálaupplýsingum félagsins
  • Greining og ráðgjöf fyrir stjórnendur og stjórn
  • Heldur utan um og samþættir gögn úr kerfum eins og HubSpot, Tempo, bönkum og greiðslugáttum til að tryggja heildaryfirsýn og áreiðanleika gagna
  • Leiðir umbótaverkefni á sviði fjármála og rekstrar með áherslu á sjálfvirknivæðingu og nýtingu tækni til að auka skilvirkni
  • Umsjón með endurskoðun, regluvörslu fjármála og samræmi við lög og reglur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði viðskipta, fjármála og/eða endurskoðunar
  • Víðtæk reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og eftirfylgni
  • Reynsla af alþjóðlegu rekstrarumhverfi og gerð viðskiptaáætlana
  • Hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
  • Frábær samskipta- og skipulagshæfni ásamt gagnrýnni hugsun
  • Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti
  • Reynsla af þróun fjármálakerfa og innleiðingu sjálfvirkni eða verkflæðislausna er kostur
  • Áhugi á íþróttum og metnaður til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur28. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar