
Abler
Íþróttir skipta máli!
Við hjá Abler trúum því að engin betri eða hagkvæmari leið sé fyrir samfélög til að efla líkamlega, félagslega og andlega heilsu en með skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Framlag þeirra sem starfa á þessu sviði er þó enn ekki nægilega sýnilegt öllum, og er markmið okkar að styrkja rekstur íþróttafélaga enn frekar og skapa betra og skilvirkara starfsumhverfi fyrir alla hagsmunaaðila með notendavænum hugbúnaðarlausnum (SaaS).
Við erum +30 manna teymi með starfsemi bæði á Íslandi og erlendis. Viðskiptavinir okkar eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum íþróttafélögum til sumra af þekktustu íþróttafélögum í heimi, þar á meðal Chelsea FC og Newcastle United. Einnig störfum við með líkamsræktarstöðvum, sveitarfélögum, sérsamböndum og forystu í íþróttahreyfingunni til að styðja þeirra þýðingarmikla starf.
Fjármálastjóri (CFO)
Alþjóðlega íþróttatæknifyrirtækið Abler (líka þekkt sem Sportabler) leitar að metnaðarfullum og lausnarmiðuðum fjármálastjóra til starfa á starfsstöðinni okkar á Íslandi.
Starfið sameinar stefnumótun og daglega framkvæmd fjármálastarfa. Um er að ræða stöðu í framkvæmdastjórn félagsins, fjölbreytt, krefjandi og spennandi starf í ört vaxandi alþjóðlegu umhverfi, og lykilhlutverk í skölun og vexti Abler á alþjóðlegum mörkuðum.
Leitum að aðila sem hefur reynslu og brennandi áhuga á uppbyggingu fyrirtækja.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Virk þátttaka í stefnumótun og alþjóðlegri uppbyggingu Abler
- Yfirsýn og ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana, uppgjöra og skýrslugerða
- Umsjón með fjármögnun, sjóðsstreymi og áhættustýringu
- Ábyrgð á öllum fjármálaupplýsingum félagsins
- Greining og ráðgjöf fyrir stjórnendur og stjórn
- Heldur utan um og samþættir gögn úr kerfum eins og HubSpot, Tempo, bönkum og greiðslugáttum til að tryggja heildaryfirsýn og áreiðanleika gagna
- Leiðir umbótaverkefni á sviði fjármála og rekstrar með áherslu á sjálfvirknivæðingu og nýtingu tækni til að auka skilvirkni
- Umsjón með endurskoðun, regluvörslu fjármála og samræmi við lög og reglur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði viðskipta, fjármála og/eða endurskoðunar
- Víðtæk reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og eftirfylgni
- Reynsla af alþjóðlegu rekstrarumhverfi og gerð viðskiptaáætlana
- Hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
- Frábær samskipta- og skipulagshæfni ásamt gagnrýnni hugsun
- Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti
- Reynsla af þróun fjármálakerfa og innleiðingu sjálfvirkni eða verkflæðislausna er kostur
- Áhugi á íþróttum og metnaður til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur28. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Framsækinn sérfræðingur í viðskiptum og þjónustu
Eik fasteignafélag hf.

Fjármálastjóri
Bílaleigan Go / Go Leiga

Forstöðumaður reikningshalds
Olís

Sérfræðingur á fjármálasviði
GOOD GOOD

Sérfræðingur í Daglegum bankaviðskiptum
Íslandsbanki

Starfsmaður á bókhaldssvið Akureyri
Enor ehf

Business Controller
Icelandair

Sérfræðingur á fjármálasviði
Eignaumsjón hf

💡 Sérfræðingur í stafrænum lausnum
Veitur

Deildarstjóri innkaupastýringar
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingur á endurskoðunarsvið Enor ehf. í Reykjavík
Enor ehf

Sérfræðingur umbóta, gæða og reksturs
Isavia / Keflavíkurflugvöllur