
Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Mannauðsstefna Fagkaupa þar sem m.a. er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi.
Fagkaup hvetur áhugasama einstaklinga að sækja um störf óháð kyni, aldri og uppruna.

Launafulltrúi Fagkaupa
Fagkaup óskar eftir að ráða öflugan launafulltrúa til starfa. Um 100% starf er að ræða hjá framsæknu fyrirtæki.
Launafulltrúi Fagkaupa heldur utan um launagreiðslur félagsins. Að laun séu greidd út á réttum tíma og að launasetning sé innan ramma jafnlaunakerfis. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem samvinna og góður starfsandi ríkir.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni launafulltrúa eru eftirfarandi:
- Almenn launavinnsla
- Vöktun kjarasamninga og markaðslauna
- Skil á skilagreinum til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og opinberra aðila
- Viðhald launatöflu
- Launagreining og vöktun
- Greining á verðmæti starfa og starfaflokkun
- Yfirumsjón viðveruskráningar
- Greiningar og framsetning tölulegra gagna
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af launavinnslu og launagreiningum
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur til umhverfisvænna ferðamáta
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Öflug og virkt félagslíf
Auglýsing birt25. mars 2025
Umsóknarfrestur19. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
LaunavinnslaMannleg samskiptiSkipulagTeymisvinnaVandvirkni
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Fjölhæfur skrifstofustjóri
Ísbor ehf

Launafulltrúi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Forstöðumaður bókasafns / skjalavarsla
Hrunamannahreppur

Liðsmaður í bókhaldsdeild
Iceland ProServices

Innkaupastjóri
N1

Starfsmaður í fjárstýringu
Eimskip

Aðstoðarmaður lögmanna
Bótaréttur ehf

Svæðisfulltrúi á Höfuðborgarsvæðinu
Svæðisstöðvar íþróttahéraða

Sumarstarf á Akureyri - Fulltrúi í afgreiðslu
Eimskip

Söluráðgjafi með iðnþekkingu
Skanva ehf

Innheimtufulltrúi í búvörudeild SS - 50% starf
SS - Sláturfélag Suðurlands

Sérfræðistörf á Álagningarsviði
Skatturinn