N1
N1
N1

Innkaupastjóri

Við leitum að útsjónarsömum, töluglöggum og metnaðarfullum innkaupastjóra til að sinna innlendum og erlendum innkaupum fyrir félagið.

Innkaupastjóri stýrir innkaupateymi N1 sem hefur umsjón með lagerhaldi, birgðastýringu, þróun vöruvals og verðstefnu, innkaupaáætlun og flutningsmálum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti, samningagerð og öflun tilboða
  • Uppbygging og þróun stafrænna leiða í innkaupum
  • Stefnumótun og ábyrgð innkaupaferla, áætlana og verklagsreglna
  • Upplýsingagjöf og greiningar til að auka skilvirkni í aðfangakeðju

Hæfnikröfur

  • Víðtæk reynsla af innkaupum og samningagerð
  • Talnalæsi, greiningarhæfni og umbótavilji
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

N1 er félag með sterkar rætur í íslensku samfélagi og eitt öflugasta orku- og þjónustufyrirtæki landsins. Félagið er með starfsstöðvar vítt og breitt um landið og rekur 29 þjónustustöðvar, 68 eldsneytisafgreiðslur ásamt 8 verslunum, 10 verkstæðum, 6 bílaþvottastöðvum og stórri vefverslun. Um 650 manns starfa hjá félaginu. Starfsemin er fjölbreytt en meginhlutverkið er að sjá viðskiptavinum um allt land fyrir eldsneyti og raforku. Þannig heldur N1 samfélaginu á hreyfingu með öflugri þjónustu og markvissu vöruúrvali fyrir bæði fyrirtæki og fólkið í landinu.

Auk N1 á móðurfélagið Festi dótturfélögin Krónuna sem rekur samnefndar matvöruverslanir, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Lyfju sem starfrækir í dag 44 apótek og útibú hringinn í kringum landið, Yrki sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.

Nánari upplýsingar

Þórdís Sif Arnarsdóttir – [email protected]

Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar