
Reykjavik Geothermal
Reykjavik Geothermal er þróunar-, fjárfestinga- og ráðgjafafyrirtæki á sviði jarðhita á alþjóðavettvangi. Frá stofnun árið 2008 hefur félagið unnið að jarðhitaverkefnum í yfir 40 þjóðlöndum, og í dag er fyrirtækið meðal annars að þróa eigin verkefni á Kanaríeyjum, í Bandaríkjunum, í Mið-Austurlöndum og í Afríku auk Íslands.
Fyrirtækið er hugsjónadrifið, leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu grænna orkuauðlinda í sátt og samlyndi við umhverfið og samfélagið, og vinnur samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í öllum sínum verkefnum.
Tæknistjóri (CTO)
Spennandi tækifæri í ört vaxandi grænu orkufyrirtæki
Vegna mikilla umsvifa leitum við að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í teymið okkar og hóp sérfræðinga.
Tæknistjóri (CTO) leiðir jarðvísinda- og verkfræðiteymi fyrirtækisins, mótar tæknilega stefnu þess og tryggir að fyrirtækið haldi áfram að vera í fremstu röð á sviði jarðvarma. Hann ber ábyrgð á þróun og innleiðingu tæknilausna í þróunar- og ráðgjafaverkefnum, auk rannsókna og nýsköpunar. Mikilvægt er að tæknistjórinn hafi yfirgripsmikla þekkingu á jarðhita og innleiðingu orkuverkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta framtíðarsýn jarðvísinda- og verkfræðiteymis fyrirtækisins í takt við hraðan vöxt þess og leiða uppbyggingu teymisins.
- Stýra þróunar- og ráðgjafaverkefnum í samstarfi við verkefnastjóra og tryggja að öll vinna uppfylli gæðakröfur
- Tryggja að fyrirtækið haldi í við tækniþróun í jarðhitageiranum, sem og ýtrustu kröfur um sjálfbærni og umhverfisvernd.
- Leiða þverfaglegt teymi sérfræðinga sem starfa í mismunandi heimsálfum.
- Vinna náið með stjórnendum, fjárfestum, og öðrum lykilaðilum í stefnumótun og framtíðarsýn.
- Tryggja að starfsemi fyrirtækisins samræmist helstu stöðlum og reglugerðum á mismunandi mörkuðum.
- Þróa og innleiða stafrænar lausnir og gagnadrifna nálgun í þróun og uppbyggingu jarðvarmavirkjana.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, jarðvísindum eða skyldum greinum.
- Reynsla af stjórnun á tæknisviði, sérstaklega í orku- eða jarðvarmatengdum verkefnum.
- Yfirgripsmikil þekking á rannsóknum, þróun og innleiðingu á jarðvarmatækni.
- Leiðtogahæfni og reynsla af því að stjórna teymum í alþjóðlegu umhverfi.
- Færni í að greina og innleiða nýjar tæknilausnir fyrir sjálfbæra orkuvinnslu.
- Framúrskarandi samskipta- og samningahæfni í samskiptum við fjölbreytta hagsmunaaðila.
- Þekking á sjálfbærnimarkmiðum og alþjóðlegum umhverfisreglugerðum.
Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur6. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hönnuður á byggingadeild
Límtré Vírnet ehf

Project Engineer
Icelandair

Sérfræðingur í innheimtustýringu
Fjársýslan

Sérfræðingur í fjárstýringu
Fossar fjárfestingarbanki hf.

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Sérfræðingur í mannvirkjaeftirliti
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Ert þú samningaséní?
Landsvirkjun

Nýsköpunarstjóri í viðskiptaþróun
Landsvirkjun

Burðarvirkjahönnuður
exa nordic

Forstöðumaður erlendra verkefna
Landsvirkjun

Sérfræðingur í verkefnastoð - Nýframkvæmdaverkefni
Landsvirkjun