

Hjúkrunarfræðingar óskast á endurhæfingardeildina á Grensási
Við leitum eftir hjúkrunarfræðingum á endurhæfingardeild Landspítala á Grensási. Við bjóðum velkomna bæði reynslumikla sem og nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu.
Á Grensási er veitt frumendurhæfing eftir erfið veikindi og slys. Hjúkrunin er fjölbreytt og áhersla er á þverfaglega samvinnu. Starfsánægja er mikil og starfsmannavelta lítil, þetta er dýrmætt tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að kynnast öflugri teymisvinnu í þverfaglegu umhverfi. Síðastliðin ár hefur mikil uppbygging verið í starfseminni, þjálfunarsundlaug verið endurgerð og hannaður meðferðargarður við húsið. Glæsileg nýbygging verður opnuð árið 2027 og verður öll aðstaða þar eins og best verður á kosið.
Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi og er frá 80-100% starfshlutfall.
Íslenska




























































