

Deildarstjóri í Blóðbankanum
Klínísk blóðbanka- og rannsóknaþjónusta leitar að framsæknum og kraftmiklum stjórnanda með framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni og sem hefur góða þekkingu á vinnuferlum í blóðbankaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á sviði gæðamála. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Klínískrar rannsókna- og blóðbankaþjónustu.
Við sækjumst eftir einstaklingi með hæfni til að leiða þverfaglega teymisvinnu, er hvetjandi og stuðlar að jákvæðum starfsanda. Deildarstjóri Blóðbankans stýrir daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni blóðbankaþjónustu. Deildarstjóri starfar í nánu samstarfi við forstöðumann, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur blóðbanka-og ónæmisfræðiþjónustu.
Blóðbankinn sinnir blóðbankaþjónustu á landsvísu í takt við ákvæði laga og reglugerða þar að lútandi. Á starfseiningum Blóðbankans er umfangsmikil þjónusta veitt allan sólarhringinn. Blóðbankinn er með gæðakerfi á grunni ISO9001:2015, ISO vottun allra starfsemisþátta, auk faggildingar á sviði vefjaflokkunar (EFI accreditation) og stofnfrumusöfnunar og -vinnslu (JACIE accreditation) og leggur megináherslu á áframhaldandi styrkingu gæðakerfis.
Starfshlutfall er 100%, sem unnið er í dagvinnu. Starfið veitist frá 1. mars 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9.gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.
Íslenska
Enska














































