

Iðjuþjálfar í geðþjónustu
Geðþjónusta Landspítala auglýsir eftir iðjuþjálfum. Starf iðjuþjálfa spilar stórt hlutverk inn í starfsemi geðþjónustu bæði á bráða- og endurhæfingarfasa. Iðjuþjálfar í geðþjónustu Landspítala vinna eftir hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO). Þeir vinna í ýmsum sérhæfðum teymum s.s. þunglyndis- og kvíðateymi, átröskunarteymi, áfallateymi, geðrofsteymi og á sólarhringsdeildum s.s. endurhæfingargeðdeild, réttar- og öryggisgeðdeild og meðferðargeðdeild Laugarási. Geðþjónustan leggur áherslu á að stuðla að auknum lífsgæðum einstaklinga og hvetur til ábyrgðar á eigin hegðun og lífsstíl. Meðferðin byggir m.a. á fræðslu og stuðningi til að auka virkni innan sem utan spítalans.
Í iðjuþjálfun á Landspítala starfa yfir 30 iðjuþjálfar og aðstoðarfólk sem dreifast víða um spítalann. Störf okkar eru fjölbreytt og gefst starfsfólki tækifæri á að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Mikið faglegt starf er unnið og eru ýmsir möguleikar á endurmenntun. Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og veita góða aðlögun.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigurbjörgu Hannesdóttur, yfiriðjuþjálfa Landspítala og ekki hika við að kíkja í heimsókn til að kynnast starfi okkar betur.
Um er að ræða framtíðarstörf þar sem unnið er í dagvinnu og sveigjanlegur vinnutími í boði. Starfslutfall er 100% eða samkvæmt nánara samkomulagi og eru störfin laus nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Íslenska





































