

Skrifstofustjóri skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu
Laust er til umsóknar starf skrifstofustjóra sviðs skurðlækninga- skurðstofu og gjörgæsluþjónustu á Landspítala. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem býr yfir góðri samskiptahæfni, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Starfið er fjölbreytt og felst í þjónustu við framkvæmdastjóra og annað starfsfólk sviðsskrifstofu. Starfið er 100% dagvinna og ráðið er í það frá 1. febrúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Starfsumhverfið er fjölbreytt, fer að mestu fram í opnu rými á starfsstöð spítalans í Skaftahlíð 24 og eftir atvikum á öðrum starfsstöðvum spítalans. Gert er ráð fyrir samstarfi með skrifstofustjórum annarra klínískra þjónustusviða m.t.t. verkefna og afleysinga.
Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta er skipt niður í fimm kjarna með samtals um 30 einingum sem allar hafa sérhæft hlutverk á sviði lækninga og hjúkrunar. Á sviðinu starfa rúmlega 1200 starfsmenn úr ýmsum fagstéttum við fjölbreytt og krefjandi störf. Við leggjum áherslu á góða þjónustu við þjónustuþega og fjölskyldur þeirra, teymisvinnu og lausnamiðaða hugsun, ánægju starfsmanna og sálrænt öryggi.
Íslenska
Enska













































