Framkvæmdastjóri lækninga
Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra lækninga. Leitað er að framsýnum og öflugum leiðtoga til að leiða faglega uppbyggingu og framþróun lækninga á spítalanum. Framkvæmdastjóri lækninga situr í framkvæmdastjórn og tekur þátt í stefnumótun spítalans, gerð starfsáætlunar hvers árs og framkvæmd hennar og rekstri. Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á faglegri forystu lækninga og stefnumörkun og yfirsýn yfir gæði og öryggi læknisþjónustu. Undir stjórn framkvæmdastjóra lækninga heyra gæðadeild spítalans, sjúkraskrár- og skjaladeild auk reksturs og framkvæmdar framhaldmenntunar lækna innan spítalans.
Við leitum að öflugum stjórnanda með víðtæka reynslu, skýra framtíðarsýn, leiðtogafærni og brennandi áhuga á að byggja upp öfluga liðsheild og tryggja stöðuga framþróun klínískrar þjónustu Landspítala. Framkvæmdastjóri lækninga verður hluti af forystu sem stefnir að því að staðsetja Landspítala meðal fremstu háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndum.
Starf framkvæmdastjóra er 100% starf.
Menntunar- og hæfniskröfur
Læknir með íslenskt sérfræðileyfi auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi er skilyrði
Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri
Mikill áhugi á framþróun Landspítala og umbótum klínískrar þjónustu spítalans
Skýr framtíðarsýn og þekking á áskorunum spítalans og leiðum til úrbóta
Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
Hæfni til að móta jákvætt vinnuumhverfi og byggja upp sterka liðsheild
Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
Mikil hæfni í tjáningu í ræðu og riti, á íslensku og ensku
Horft er til akademískrar reynslu við mat á umsóknum
Helstu verkefni og ábyrgð
Er leiðandi um læknisfræðileg málefni og framkvæmd stefnu spítalans í samvinnu við forstjóra og aðra framkvæmdastjóra
Ber ábyrgð á stefnumörkun og framþróun á sviði gæða og öryggis læknisþjónustu
Er leiðandi í að móta stefnu fyrir klíníska þjónustu með hliðsjón af þörfum sjúklinga, aðstandenda, stefnu, gildum og starfsáætlun Landspítala
Vinnur að eflingu mannauðs lækna. Leiðir uppbyggingu og framkvæmd framhaldsmenntunar lækna og framþróunar á sviði lækninga
Samræmir hlutverk, verklag og vinnuskipulag innan lækninga á Landspítala
Innleiðir nýjungar og stuðlar að þróun klínískrar þjónustu
Ber ábyrgð á faglegri þróun skráningar í sjúkraskrá Landspítala og leiðir þróun klínískrar skráningar lækna
Ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar skrifstofu lækninga, notkun aðfanga og eftirliti með árangri