Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Deildarstjóri

Vilt þú taka þátt í krefjandi og gefandi starfi með ungmennum? Barna- og fjölskyldustofa leitar að framsæknum leiðtoga í stöðu deildarstjóra á nýrri félagslegri bráðamóttöku ungmenna. Um er að ræða félagslega bráðamóttöku til að stöðva óæskilega eða skaðlega hegðun, hlúa að, og skapa barnavernd svigrúm til að leita lausna, samhliða neyðarvistun vegna gæsluvarðhalds eða afplánunar.

Um er að ræða 100% stöðu í dagvinnu. Starfsstöð er Fossaleyni 17, 112 Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á starfsemi og stjórnun deildar í samstarfi við forstöðumann.
  • Halda utan um daglegt og faglegt starf.
  • Samstarf við meðferðarteymi Barna- og fjölskyldustofu varðandi eftirfylgd.
  • Ábyrgð á að framfylgja eftirfylgdaráætlun og hafa yfirsýn yfir stöðu skjólstæðinga.
  • Samskipti við samstarfsaðila og forsjáraðila ungmenna.
  • Stuðningur við starfsfólk, skipulag vakta og umsjón með tímaskráningarkerfi.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • BA/BS próf sem nýtist í starfi.
  • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi kostur.
  • Reynsla af störfum með ungmennum með alvarlegan hegðunarvanda og/eða vímuefnavanda og fjölskyldum þeirra.
  • Reynsla af stjórnun sem nýtist í starfi kostur.
  • Reynsla af skipulagningu vaktavinnu og tímaskráningarkerfi kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum.
  • Góð íslensku og ensku kunnátta í mæltu og rituðu máli. 
Auglýsing birt11. desember 2025
Umsóknarfrestur30. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fossaleynir 17, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar