
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa er leiðandi í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Hellu og í Eyjafjarðarsveit. Stofnunin heyrir undir Barna- og menntamálaráðuneytið.
Meginverkefni Barna- og fjölskyldustofu er að veita fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu á sviði barnaverndar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Stofnunin leggur mat á væntanlega fósturforeldra, heldur fósturforeldranámskeið ásamt því að veita fósturforeldrum ráðgjöf og stuðning.
Veitir börnum, innan barnaverndar, þjónustu sem lýtur að sérhæfðum meðferðarúrræðum (Stuðlar, Lækjarbakki og Bjargey), fjölkerfameðferð MST og starfsemi Barnahúss.
Auk þess leggur stofan áherslu á fræðilegar rannsóknir og stuðning við þróunar- og rannsóknarstarf ásamt uppsetningu og innleiðingu á samræmdum gagnagrunni í barnavernd á landsvísu.
Meginmarkmið Barna- og fjölskyldustofu:
• Veita framúrskarandi þjónustu í þágu farsældar barna með áherslu á gæðaþróun og stafrænar lausnir.
• Vera í fararbroddi í fræðslu og leiðsögn við þá sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.
• Veita fjölbreytt og sérhæfð úrræði fyrir börn byggð á gagnreyndum aðferðum.
• Stofnunin búi yfir fjölbreyttum starfshóp sem er faglegur og kraftmikill.

Sérfræðingur í fósturteymi
Barna- og fjölskyldustofa leitar að öflugum sérfræðingum í fósturteymi stofunnar. Um er að ræða tvö 100% störf. Barna- og fjölskyldustofa veitir og styður við þjónustu í þágu barna og stuðlar að gæðaþróun í samræmi við bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Störfin heyra undir teymisstjóra fósturteymis. Starfsstöð er í Borgartúni 29 í Reykjavík en starfið getur krafist þess að viðkomandi ferðist um landið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fræðsla og faglegur stuðningur við fósturforeldra.
- Gerð umsagna um mat á hæfni fósturforeldra.
- Halda skrá um fósturforeldra og fósturbörn.
- Afgreiðsla, mat og úrvinnsla umsókna frá barnaverndarþjónustum.
- Ráðgjöf, handleiðsla og leiðbeiningar í einstaka málum til barnaverndar, annarra fagaðila og fósturforeldra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Krafa um meistarapróf í félagsráðgjöf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og hæfni til að meta upplýsingar um umönnunar- og meðferðarþörf barna.
- Reynsla og þekking á starfi barnaverndar og af fósturmálum kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfni.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
- Sveigjanleiki og þjónustulund.
- Færni til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Mjög góð íslenskukunnáttu og góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.
Fríðindi í starfi
- 36 klst. vinnuvika
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt24. nóvember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 29, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar



