Deildarstjóri í meinafræði
Klínísk blóðbanka- og rannsóknaþjónusta leitar eftir framsæknum og kraftmiklum stjórnanda með framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni og sem hefur góða þekkingu á vinnuferlum í meinafræði. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á sviði gæðamála. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. Næsti yfirmaður er forstöðumaður klínískrar rannsókna- og blóðbankaþjónustu.
Við sækjumst eftir einstaklingi með hæfni til að leiða þverfaglega teymisvinnu, er hvetjandi og stuðlar að jákvæðum starfsanda. Deildarstjóri meinafræði stýrir daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni í meinafræði. Deildarstjóri starfar í nánu samstarfi við forstöðumann, framkvæmdastjóra, og aðra stjórnendur erfða- og sameindalæknisfræði og meinafræði.
Stefnt er að innleiðingu faggildingar skv ISO15198 á þjónusturannsóknum í meinafræði og lögð er mikil áhersla á uppbyggingu og styrkingu gæðakerfis.
Starfshlutfall er 100%, sem unnið er í dagvinnu. Starfið veitist frá 1. febrúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu sem nýtist í starfi
Viðbótarmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er æskileg
Starfsreynsla í meinafræði
Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur
Leiðtogahæfni, áhugi, vilji og reynsla af því að leiða breytingar og umbætur
Mjög góð hæfni í samskiptum, jákvætt viðmót og lausnamiðuð nálgun
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Sýn og hæfni til að leiða faglega þróun meinafræðiþjónustu og gæða- og öryggismál
Góð íslensku- og enskukunnátta
Helstu verkefni og ábyrgð
Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulag og þróun starfsemi. Setur markmið um umbætur og öryggi og tryggir eftirfylgni. Stuðlar að þekkingaþróun og kennslu og hvetur til vísindastarfa.
Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsfólks á deildinni.
Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar.
Hefur forystu um áframhaldandi uppbyggingu, skipulag og þróun þjónustu í erfða og sameindalæknisfræði og meinafræði í samráði við aðra stjórnendur deildarinnar, forstöðumann og framkvæmdastjóra
Þátttaka í umbóta, vísinda- og rannsóknarstarfi
Starfar náið með öðrum stjórnendum innan sviðsins og er virkur þátttakandi í samstarfi þeirra á milli
Framfylgir stefnu og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala