

Hjúkrunardeildarstjóri í sérhæfða dagþjálfun - Maríuhús
Laus er sérstaklega spennandi staða hjúkrunardeildarstjóra í Maríuhúsi.
Maríuhús er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma sem staðsett er í húsnæði Skjóls við Kleppsveg 64 í Reykjavík.
Markmið deildarinnar er að rjúfa félagslega einangrun ásamt því að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins eins lengi og kostur er með því að styrkja líkamlega og vitsmunalega hæfni og stuðla þannig að því að hann geti búið sem lengst heima. Þjónustan er sniðin að þörfum, áhuga og getu einstaklinga og er sveigjanleiki lykilhugtak í þjónustunni. Mikið er lagt upp úr góðum anda og afslöppuðu en virku andrúmslofti.
Hjúkrunardeildarstjóri dagþjálfunar er leiðandi í allri starfsemi Maríuhúss. Hann hefur frumkvæði, vinnur sjálfstætt en er jafnframt mikilvægur hluti af þverfaglegu teymi. Hann skipuleggur og stýrir daglegu starfi Maríuhúss með áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, virkni og vellíðan þátttakenda.
Hjúkrunardeildarstjóri vinnur að þróun og framþróun dagþjálfunar í samræmi við þarfir einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra.
Hann er lykilaðili í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem virðing, öryggi, vellíðan og innihaldsrík virkni eru leiðarljós í daglegu starfi.
Starfshlutfall er 100% og er nú þegar laus.
- Fagleg, rekstrarlega og starfsmannaábyrgð í samræmi við stefnu og markmið.
- Ábyrgðarskylda gagnvart, skjólstæðingum, aðstandendum og samstarfsfólki.
- Skipulag og þróun á starfsemi í samræmi við þarfir þjónustuþega.
- Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar.
- Ráðgjöf og fræðsla til íbúa og aðstandenda.
- Seta í hjúkrunarráði sem ábyrgðaraðili.
- B.Sc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá Embætti landlæknis.
- Góð íslenskukunnáttu er skilyrði
- Reynsla af stjórnun er kostur.
- Viðbótarnám sem nýtist í starfi er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og framúrskarandi samskiptafærni
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
Íslenska










