Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun

Hefur þú áhuga á fjölbreyttu starfi þar sem þú færð tækifæri til að leiða öflugt teymi og vinna þvert á starfseiningar?

Norðurmiðstöð auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í stöðu teymisstjóra hjúkrunar við samþætta þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Um er að ræða fullt starf, tímabundið til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Reykjavíkurborg er leiðandi í samþættri heimaþjónustu og veitir þjónustu í fremstu röð. Við í Norðurmiðstöð leitum að hjúkrunarfræðingi til að ganga til liðs við okkar frábæra starfsmannahóp. Lögð er rík áhersla á teymisvinnu, samstarf og styðjandi starfsumhverfi þar sem fagmennska og gæði þjónustu eru í forgrunni. Teymisstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrun sem þar er veitt.

Viltu vita meira- skelltu þá inn umsókn!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg ábyrgð á hjúkrun til notenda
  • Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
  • Umsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
  • Þátttaka í þróun og innleiðingu velferðartækni
  • Er hluti af stjórnendateymi starfsstaðar
  • Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
  • Samskipti við heilbrigðisstofnanir
  • Vitjar skjólstæðinga og sinnir sérhæfðari hjúkrun
  • Starfar eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálarammann
  • Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
  • Góð samskipta-og skipulagshæfni
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Reynsla af teymisvinnu og af útdeilingu verkefna
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
  • Ökuréttindi
  • Þekking á sjúkraskrárkerfi SÖGU og RAI mælitæki æskileg
  • Reynsla af öldrunarhjúkrun og/eða hjúkrun langveikra æskileg
  • Reynsla af stjórnun æskileg
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Sund-og menningarkort
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Mötuneyti
  • Fjölbreytt og krefjandi starf í öflugu og styðjandi starfsumhverfi
  • Góðan starfsanda og rík áhersla á samvinnu og teymisvinnu
Auglýsing birt15. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar