Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Yfirhjúkrunarfræðingur svæðis í Fjallabyggð og Dalvík

Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða metnaðarfullan og árangursdrifinn yfirhjúkrunarfræðing til að leiða faglegt starf á starfsstöðvum okkar í Fjallabyggð og Dalvík.

Um er að ræða 100%, ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Þann 1. september sameinaðist heilsugæslan á Dalvík við Heilbrigðisstofnun í Fjallabyggð. Auk heilsugæslustöðva er rekin hjúkrunar- og sjúkradeild í Fjallabyggð og 1. apríl nk. mun hjúkrunarheimilið Hornbrekka verða hluti af starfseiningunni.

Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir einstakling með leiðtogahæfni sem vill taka virkan þátt í mótun og þróun á heilbrigðisþjónustu, stuðla að gæðum og öryggi í þjónustu og skapa jákvætt og faglegt starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg forysta og stjórnunarleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu og annarri stoðstarfsemi samkvæmt skipuriti

  • Fjárhagsábyrgð og rekstur

  • Þátttaka í klínísku starfi

  • Staðarumsjón samkvæmt skipuriti

  • Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi, þróun og nýsköpun og stjórnun verkefna þvert á stofnun og á sínu sviði/einingu

  • Stuðlar að öryggi og gæðum þjónustu og tekur þátt í uppbyggingu gæðahandbókar

  • Stjórnun mannauðs, stuðlar að góðri liðsheild og öflugri vinnustaðarmenningu

  • Stuðlar að góðu samstarfi við aðrar stofnanir og hagsmunaaðila

  • Hefur umsjón með starfsemi starfstöðvarinnar samkvæmt skipuriti ásamt yfirlækni

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt fullgilt hjúkrunarpróf og starfsleyfi skilyrði, framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur

  • Haldbær reynsla sem nýtist í starfi

  • Leiðtogahæfileikar s.s. færni til að virkja og leiða starfsfólk til góðra verka

  • Farsæl stjórnunarreynsla og framúrskarandi samskiptafærni

  • Áreiðanleiki og helgun í starfi

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð nálgun

  • Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð

  • Ökuleyfi, gott orðspor og hreint sakavottorð

Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur7. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalvík
Siglufjörður
Ólafsfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar