

Geislafræðingar - Fjölbreytt störf
Ertu tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni?
Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum geislafræðingum til starfa í okkar góða hóp á röntgendeild Landspítala.
Á Landspítala er stærsta og fjölbreyttasta röntgendeild landsins. Góð tækifæri til að starfa við almennt röntgen, skyggningar, tölvusneiðmyndir, segulómun, jáeindaskanna, og ísótópa. Verkefnin taka mið af færni og fyrri reynslu. Þannig geta störfin hentað bæði nýútskrifuðum jafnt sem reynslumiklum geislafræðingi.
Á deildinni starfar þverfaglegur og samhentur hópur þar sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, góðan starfsanda, nýliðun í stéttinni, virðingu gagnvart vinnustaðnum og starfsfólki.
Unnið er á þrískiptum vöktum og er upphaf starfa samkomulag en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Íslenska




























































