

Sérnámsstaða í ofnæmis- og ónæmislækningum
Laus er til umsóknar sérnámsstaða í ofnæmis-og ónæmislækningum. Um er að ræða fullt sérnám að lokinni MRCP gráðu í lyflækningum eða sem undirsérgrein lyflækninga eftir full sérfræðiréttindi í lyflækningum.
Sérnámið er byggt á íslenskri marklýsingu, sem unnin er út frá grunni marklýsingar UEMS, og vottað af mats- og hæfisnefnd Heilbrigðisráðuneytisins í samræmi við reglugerð 856/2023. Sérnámið er í heild þrjú ár, það fer fram á Landspítala fyrstu tvö árin en síðan er gert ráð fyrir að viðkomandi læknir fari erlendis og ljúki tólf mánaða þjálfun. Sérnám í ofnæmis- og ónæmislækningum fer fram á Landspítala auk þess sem erlenda námsvist þarf til að ljúka fullgildu námi.
Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er á bilinu júní til ágúst 2026, eða samkvæmt samkomulagi við kennslustjóra sérgreinarinnar. Fimmtudaginn 17. september er móttökudagur sérnáms.
Sjá almennt um sérnám í læknisfræði og upplýsingar um sérnám á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Íslenska




























































