

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar hjarta-, lungna- og augnskurðdeildar og nýrnalækningadeildar 12G
Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild og nýrnalækningadeild 12G á Landspítala við Hringbraut.
Við leitum að metnaðarfullum og framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á klínísku leiðtogahlutverki, stjórnun og markvissu gæða- og umbótastarfi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem mikil áhersla er lögð á fagmennsku, teymisvinnu og öryggi sjúklinga.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með hjúkrunardeildarstjóra og öðrum stjórnendum að skipulagningu hjúkrunar, innleiðingu nýjunga og þróun starfshátta sem byggja á gagnreyndri þekkingu og stuðla að stöðugum umbótum. Starfið er vaktavinna.
Deildin er 16 rúma legudeild sem tilheyrir hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu og er staðsett á 2. hæð á Landspítala við Hringbraut. Deildin sinnir sjúklingum sem fara í hjarta-, lungna- og/ eða augnaðgerðir ásamt sjúklingum með alvarlega nýrnabilun og önnur flókin lyflæknisfræðileg viðfangsefni. Starfsemin er krefjandi og fjölbreytt og byggir á sterkri þverfaglegri samvinnu.
Á deildinni starfar öflugur og samhentur hópur ýmissa starfstétta s.s. hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraliða, hjúkrunarritara og starfsmanna, auk annarra stoðstétta sem koma eftir þörfum s.s. sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Á deildinni er lögð áhersla á öryggi sjúklinga og starfsfólks, samvinnu teyma og stöðugar umbætur.
Við leggjum áherslu á góðar móttökur og markvissa einstaklingshæfða aðlögun nýs starfsfólks. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2026 eða eftir samkomulagi.
Enska
Íslenska













































