Landspítali
Landspítali
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar hjarta-, lungna- og augnskurðdeildar og nýrnalækningadeildar 12G

Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild og nýrnalækningadeild 12G á Landspítala við Hringbraut.

Við leitum að metnaðarfullum og framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á klínísku leiðtogahlutverki, stjórnun og markvissu gæða- og umbótastarfi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem mikil áhersla er lögð á fagmennsku, teymisvinnu og öryggi sjúklinga.

Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með hjúkrunardeildarstjóra og öðrum stjórnendum að skipulagningu hjúkrunar, innleiðingu nýjunga og þróun starfshátta sem byggja á gagnreyndri þekkingu og stuðla að stöðugum umbótum. Starfið er vaktavinna.

Deildin er 16 rúma legudeild sem tilheyrir hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu og er staðsett á 2. hæð á Landspítala við Hringbraut. Deildin sinnir sjúklingum sem fara í hjarta-, lungna- og/ eða augnaðgerðir ásamt sjúklingum með alvarlega nýrnabilun og önnur flókin lyflæknisfræðileg viðfangsefni. Starfsemin er krefjandi og fjölbreytt og byggir á sterkri þverfaglegri samvinnu.

Á deildinni starfar öflugur og samhentur hópur ýmissa starfstétta s.s. hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraliða, hjúkrunarritara og starfsmanna, auk annarra stoðstétta sem koma eftir þörfum s.s. sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Á deildinni er lögð áhersla á öryggi sjúklinga og starfsfólks, samvinnu teyma og stöðugar umbætur.

Við leggjum áherslu á góðar móttökur og markvissa einstaklingshæfða aðlögun nýs starfsfólks. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2026 eða eftir samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Starfsreynsla af hjúkrun
Þekking á stjórnun og leiðtogahæfni
Framúrskarandi samskipta og samskiptahæfni
Góð íslensku- og enskukunnátta
Skipulögð og fagleg vinnubrögð
Sjálfstæði í starfi og hæfni til teymisvinnu
Tölvufærni og góð aðlögunarhæfni
Jákvætt viðmót og þjónustulund
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfar í nánu samstarfi við hjúkrunardeildarstjóra og að skipulagningu og þróun starfseminnar/deildarinnar
Ber ábyrgð á tilteknum verkefnum í umboði hjúkrunardeildarstjóra
Er leiðandi í klínísku starfi, gæðamálum, öryggis- og umbótastarfi
Ber ábyrgð á starfsemi, skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar, mönnunar og rekstri deildar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
Tekur virkan þátt í mótun liðsheildar og eflingu starfsanda
Auglýsing birt31. desember 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hringbraut, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (35)
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á barna- og unglingageðdeild - BUGL
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Spennandi hlutastörf með námi á lungnadeild
Landspítali
Landspítali
Deildarstjóri í ónæmisfræði
Landspítali
Landspítali
Deildarstjóri í meinafræði
Landspítali
Landspítali
Deildarstjóri í Blóðbankanum
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarnemar á 1. ári - Sumarstörf 2026
Landspítali
Landspítali
Iðjuþjálfar í geðþjónustu
Landspítali
Landspítali
Iðjuþjálfi í átröskunarteymi á Kleppi
Landspítali
Landspítali
Sérfræðilæknir á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma
Landspítali
Landspítali
Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Landspítali
Landspítali
Ljósmóðir óskast til starfa á fæðingarvakt
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Landspítali
Landspítali
Skurðhjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðingar á skurðstofur við Hringbraut
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarnemar - Spennandi hlutastörf með námi á taugalækningadeild
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild
Landspítali
Landspítali
Geislafræðingur - Áhugavert starf á Brjóstamiðstöð
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á innrennsliseiningu dagdeildar gigtar
Landspítali
Landspítali
Verkefnastjóri GMP vottunar og starfsemi á Landspítala
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Umönnun á Landakoti
Landspítali
Landspítali
Umönnunarstarf á endurhæfingardeild Landakoti
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliði óskast á endurhæfingardeild Landakoti
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliði á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Landspítali
Landspítali
Gæðastjóri á bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu
Landspítali
Landspítali
Umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema skv. námskrá vorönn 2026
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Umönnunarstörf á Landspítala
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Lyfjatæknir
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Ljósmóðir með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Læknir með lækningaleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Hjúkrunarnemi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Ritara- og skrifstofustörf
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Hjúkrunarfræðingur með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Almenn störf á Landspítala
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Heilbrigðisgagnafræðingur með starfsleyfi
Landspítali