
Icepharma
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum lyfja-, heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 110 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.
Icepharma er heilsumiðaður vinnustaður sem stuðlar að góðri líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsu starfsmanna.
Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Icepharma er hluti af fyrirtækjasamstæðunni Ósar - lífæð heilbrigðis hf. þar sem samtals starfa um 220 manns. www.osar.is

Viðskiptastjóri hjá Heilbrigðislausnum Icepharma
Icepharma leitar að söludrifnum og metnaðarfullum liðsmanni í spennandi sölu- og markaðsstarf hjá Heilbrigðislausnum Icepharma
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og markaðssetning á lækningatækjum og hjúkrunarvörum
- Kynningar, fræðsla og eftirfylgni
- Myndun viðskiptatengsla og heimsóknir til viðskiptavina og birgja
- Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini
- Þátttaka í verðfyrirspurnum og útboðum
- Fundir og ráðstefnur innanlands og erlendis
- Þátttaka í viðskiptaþróun og greiningu vaxtartækifæra
- Aðkoma að áætlanagerð og eftirfylgd áætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði heilbrigðisvísinda eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sölu- og markaðsstarfi á heilbrigðisvörum er mikill kostur
- Áhugi á tæknilausnum ásamt góðu tæknilæsi
- Metnaður, drifkraftur og frumkvæði
- Jákvæðni og framúrskarandi færni í tengslamyndun og mannlegum samskiptum
- Góð skipulagshæfni ásamt faglegum og sjálfstæðum vinnubrögðum
- Mjög gott vald á íslensku og ensku
Vinnustaðurinn
- Mötuneyti í hæsta gæðaflokki
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Áhersla er lögð á fræðslu starfsmanna
- Skýr starfsmannastefna um jákvæð samskipti og vinnustaðamenningu
- Fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum á vinnustaðnum
- Líkamsræktarstyrkir
- Öflugt starfsmannafélag og sjálfsprottnir starfsmannahópar fyrir ýmis áhugamál
- Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaDrifkrafturFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Ertu hjúkrunarfræðingur með áhuga á gagnagreiningu?
Landspítali

Skurðhjúkrunarfræðingur á göngudeild augnsjúkdóma
Landspítali

Ljósið leitar að iðjuþjálfa
Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Viðskiptastjóri – Heilbrigðissvið RV
Rekstrarvörur ehf

Deildarstjóri hjá Heilbrigðislausnum Icepharma
Icepharma

Hjúkrunarfræðingar - Hrafnista Boðaþing
Hrafnista

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Innköllunarstjóri á göngudeild þvagfæraskurðlækninga
Landspítali

Sölustjóri húsgagna - A4
A4

Hjúkrunarfræðingur í hlutastarf
Læknastofur Reykjavíkur

Hjúkrunarfræðingar - spennandi tækifæri á lungnadeild! - möguleiki á næturvinnu
Landspítali