A4
A4
A4

Sölustjóri húsgagna - A4

A4 leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf sölustjóra húsgagna. Um er að ræða krefjandi og spennandi stjórnunarstarf þar sem viðkomandi leiðir öflugt teymi sem fyrirliði í sölu, byggir upp sterk viðskiptasambönd og ber ábyrgð á áframhaldandi vexti húsgagnasölu A4.

Sölustjóri húsgagna ber ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar, söluárangri, þjónustu við lykilviðskiptavini og þróun nýrra viðskiptatækifæra. Leitað er að drífandi leiðtoga sem hefur skarpa sýn á markaðinn og nýtur þess að finna nýjar leiðir til vaxtar.

Við leitum eftir einstaklingi sem er tilbúinn í nýjar áskoranir í skemmtilegu starfsumhverfi.
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun húsgagnadeildar
  • Ábyrgð á núverandi viðskiptasamböndum og þjónustu við lykilviðskiptavini
  • Uppbygging og eftirfylgni sölu til nýrra viðskiptavina
  • Greina og koma auga á ný tækifæri í sölu og þróun lausna fyrir viðskiptavini
  • Áætlanagerð, markmiðasetning og eftirfylgni með söluárangri
  • Forysta, hvatning og endurgjöf til starfsfólks

Hæfniskröfur

  • Reynsla af sölu
  • Reynsla af sölustjórnun er skilyrði
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Menntun eða reynsla sem arkitekt, innanhúshönnuður eða sambærilegt er kostur
  • Þekking á íslensku atvinnulífi
  • Þekking á Microsoft Business Central og CRM kerfum er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sterk þjónustulund
  • Jákvæðni, heiðarleiki og framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Vilhjálmur Sturla, framkvæmdastjóri sölusviðs, í síma 822-2270.

Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2026.

A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 manns.

Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Köllunarklettsvegur 10, 104 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar