A4
A4
A4

Sölustjóri A4 - Ert þú tilbúin/n í nýja áskorun?

A4 leitar eftir metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf sölustjóra fyrirtækjaþjónustu. Starfið felur í sér skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni sem snúa að sölu fyrirtækisins.

Helstu verkefni sölustjóra er daglegur rekstur og stjórnun deildar, ábyrgð á núverandi viðskiptasamböndum sem og ábyrgð á sölu til nýrra viðskiptavina, fylgja eftir settum markmiðum og hvetja starfsfólk sitt áfram.

Við leitum eftir einstaklingi sem er tilbúinn í nýjar áskoranir í skemmtilegu starfsumhverfi. Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun deildarinnar
  • Ábyrgð á núverandi viðskiptasamböndum
  • Ábyrgð á sölu til nýrra viðskiptavina
  • Fylgir eftir að settum markmiðum sé náð
  • Hvatning og endurgjöf til starfsmanna

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sölu
  • Reynsla af sölustjórnun skilyrði
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á íslensku atvinnulífi
  • Þekking á BC og CRM kostur
  • Frumkvæði, þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, heiðarleiki og góðir samskiptahæfileikar
  • Íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri sölusviðs, Vilhjálmur Sturla, í síma 822-2270.

Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2026

A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 manns.

Auglýsing birt5. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Köllunarklettsvegur 10, 104 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar