
Blómaval
Blómaval er stórmarkaður með allt fyrir blóma- og garðáhugafólk.
Hjá okkur eiga áhugamenn um ræktun að fá allt sem hugurinn girnist og faglega þjónustu garðyrkjufræðinga að auki.
Mikil áhersla er lögð á fagmennsku í afskornum blómum og hvers konar blómaskreytingum. Sömuleiðis er Blómaval þekkt fyrir að vera leiðandi verslun með alls konar heimilis- og gjafavörur.
Blómaval er í Skútuvogi, Grafarholti, Ísafirði, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum og Egilsstöðum.

Sölufulltrúi í Blómval Skútuvogi
Við leitum er að kraftmiklum einstaklingi í starf sölufulltrúa í blómaafgreiðslu. Um er að ræða spennandi starf í lifandi og litríku umhverfi þar sem helstu verkefni eru sala, ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini Blómavals, umhirða vinnusvæðis ásamt öðrum almennum verslunarstörfum. Í Blómavali starfar samheldinn hópur sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og að aðstoða viðskiptavini okkar að fegra heimili sitt og umhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsreynsla úr blómaverslun og af sölustörfum æskileg
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
- Gott vald á íslensku
- Reynsla eða þekking af blómaskreytingum er kostur
- Listrænt auga og fagurfræðileg hugsun
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur20. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Skútuvogur 16, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiJákvæðniSölumennskaStundvísiVandvirkniÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

A4 Kringlan - hlutastarf
A4

Verslunarstjóri
Rafkaup

Afgreiðslustarf í Vape verslun! (Hlutastarf)
Skýjaborgir Vape Shop

brafa leitar að sölu- og markaðsfulltrúa
Brafa ehf.

Söluráðgjafi
Rubix og Verkfærasalan

Hlutastörf í Kringlu og Smáralind.
The Body Shop

Helgarstörf í Kringlu, Smáralind
Dyrabær

Sölufulltrúi snyrti-sérvöru LUXE vörumerki
Danól

Sölufulltrúi
Norðanfiskur

Söluráðgjafi í Fagmannaverslun og timbursölu
Húsasmiðjan

Aðstoðar verslunarstjóri Hobby & Sport í Kópavogi
Hobby & Sport ehf

Kjötstjóri á höfuðborgarsvæðinu
Krónan