Norðanfiskur
Norðanfiskur
Norðanfiskur

Sölufulltrúi

Vilt þú vera hluti af frábæru teymi?

Við leitum að jákvæðum einstaklingi með brennandi áhuga og þekkingu á sölu og þjónustu til að starfa í öflugu söluteymi Norðanfisks. Viðkomandi þarf að njóta þess að vera í fjölbreyttum verkefnum, með metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og góða skipulagshæfni.

Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á sjávarfangi en afurðir Norðanfisks eru mest seldar til veitinga- og stóreldhúsa á innanlandsmarkaði. Þá selur fyrirtækið einnig sjávarfang í neytendapakkningum til verslana víða um land.

Hjá okkur færðu að starfa í skemmtilegu og stuðningsríku umhverfi þar sem við leggjum okkur fram um að skapa vinnustað og umhverfi þar sem starfsfólk okkar upplifir traust, stuðning og tækifæri til að skara fram úr – allt á sama tíma og við njótum þess að hafa gaman!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og þjónusta á vörum Norðanfisks
  • Framúrskarandi samskipti, ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
  • Greining á markaði og tækifærum 
  • Viðhalda og efla samstarf við viðskiptavini félagsins
  • Tilboðsgerð, eftirfylgni og öflun nýrra viðskiptavina
  • Þátttaka í markaðsmálum, vöruþróun og innleiðingu nýrra vara
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og reynsla af sölumennsku
  • Þekking á sjávarfangi og matreiðslu mikill kostur ásamt þekkingu á veitingamarkaði
  • Jákvæðni, rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Áreiðanleiki og stundvísi
  • Bílpróf og góð tölvufærni
  • Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg, bæði í rituðu og töluðu máli.
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af vörum Norðanfisks
  • Afnot af bíl á vinnutíma
  • Farsími og internet tenging
  • Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vesturgata 5, 300 Akranes
Tangarhöfði 3, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar