

Sölufulltrúi
Vilt þú vera hluti af frábæru teymi?
Við leitum að jákvæðum einstaklingi með brennandi áhuga og þekkingu á sölu og þjónustu til að starfa í öflugu söluteymi Norðanfisks. Viðkomandi þarf að njóta þess að vera í fjölbreyttum verkefnum, með metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og góða skipulagshæfni.
Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á sjávarfangi en afurðir Norðanfisks eru mest seldar til veitinga- og stóreldhúsa á innanlandsmarkaði. Þá selur fyrirtækið einnig sjávarfang í neytendapakkningum til verslana víða um land.
Hjá okkur færðu að starfa í skemmtilegu og stuðningsríku umhverfi þar sem við leggjum okkur fram um að skapa vinnustað og umhverfi þar sem starfsfólk okkar upplifir traust, stuðning og tækifæri til að skara fram úr – allt á sama tíma og við njótum þess að hafa gaman!
- Sala og þjónusta á vörum Norðanfisks
- Framúrskarandi samskipti, ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
- Greining á markaði og tækifærum
- Viðhalda og efla samstarf við viðskiptavini félagsins
- Tilboðsgerð, eftirfylgni og öflun nýrra viðskiptavina
- Þátttaka í markaðsmálum, vöruþróun og innleiðingu nýrra vara
- Þekking og reynsla af sölumennsku
- Þekking á sjávarfangi og matreiðslu mikill kostur ásamt þekkingu á veitingamarkaði
- Jákvæðni, rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Bílpróf og góð tölvufærni
- Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Afsláttur af vörum Norðanfisks
- Afnot af bíl á vinnutíma
- Farsími og internet tenging
- Niðurgreiddur hádegismatur
Íslenska
Enska










