
Bílabúðin / Stál og stansar – sölufulltrúi
Bílabúðin / Stál og stansar óskar eftir að ráða dugmikinn og metnaðarfullan sölufulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt starf í verslun við ráðgjöf og sölu á varahlutum í jeppa og pickupa, kerruvörum og ýmsum aukahlutum. Móttöku og afhendingu vegna renniverkstæðis og bílaverkstæðis. Móttöku á vörusendingum og ýmislegt annað.
Stál og stansar ehf er rótgróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað 1987 og við erum í fremstu röð á okkar sviði. Erum metnir sem framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo 14 ár í röð. Við erum samhentur vinnustaður með góðan starfsanda.
Vinnutími mánudaga – föstudaga kl. 8:00 – 17:00
Sala á varahlutum í verslun og ráðgjöf til viðskiptavina.
Skráning og afhending á verkum á bíla- og renniverkstæði.
Símsvörun og samskipti við viðskiptavini með tölvupósti.
Móttaka og frágangur vörusendinga.
Annað tilfallandi.
Áhugi og almenn þekking á bílum og farartækjum skilyrði
Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð vinnubrögð, geta unnið eftir verkferlum og haldið utan um mörg verkefni í einu
Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á DK kostur
Góð færni í að tala og skrifa íslensku og ensku
Íslenska
Enska










