

Teymisstjóri ráðgjafateymis í upplýsingaöryggi
Syndis leitar að öflugum og drífandi teymisstjóra til að leiða hóp sérfræðinga sem sinna ráðgjöf í upplýsingaöryggi.
Teymisstjóri sinnir lykilhlutverki og ber ábyrgð á daglegri starfsemi ráðgjafateymisins, auk þess að sinna verkefnastýringu, verkefnaöflun, og samskiptum við viðskiptavini.
Við leitum að manneskju með mikinn áhuga á upplýsingatækni- og netöryggi, hefur sterka leiðtogahæfileika, og er tilbúin að taka virkan þátt í áframhaldandi vexti og þróun þjónustu Syndis.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiða ráðgjafateymi Syndis í upplýsinga- og netöryggi
- Verkefnaöflun og -úthlutun fyrir teymið
- Stýra verkefnum, tryggja framvindu, gæði og að áætlanir standist
- Byggja upp og viðhalda tengslum við viðskiptavini
- Veita teyminu hvetjandi forystu og styðja við þróun einstaklinga
- Stýra verkefnaálagi, forgangsröðun og nýtingu mannafla
- Vinna náið með öðrum teymum og stjórnendum innan fyrirtækisins
- Þátttaka í stefnumótun teymisins
Hæfnis- og menntunarkröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Leiðtogahæfileikar og mjög góð færni í mannlegum samskiptum
- Lausnamiðuð hugsun
- Mikið frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
- Þjónustumiðuð hugsun
- Gífurlegur áhugi á tækni og netöryggismálum
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi:
- Sveigjanleiki í starfi
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Fríðindi tengd fæðingarorlofi
- Öflugt félagslíf
- Líkamsræktaraðstaða
- Íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fleiri fríðindi
Um Syndis
Syndis er leiðandi fyrirtæki í upplýsingaöryggi sem sérhæfir sig í öryggislausnum og ráðgjöf á alþjóðamarkað. Fyrirtækið er í örum vexti og starfa þar nú yfir 70 öryggissérfræðingar bæði hér á landi og erlendis. Höfuðstöðvar Syndis eru í Borgartúni 37 í Reykjavík en við erum einnig með starfsstöðvar í Svíþjóð (Stokkhólmi) og Póllandi.
Við bjóðum upp á inngildandi vinnustað, fyrsta flokks félagslíf, samkeppnishæf kjör og mjög góð starfsmannafríðindi. Vinnuumhverfið er fjölskylduvænt, vinnutíminn sveigjanlegur, heimavinna eftir hentisemi og góður stuðningur við þróun í starfi og endurmenntun.
Erum við að leita að þér?
Ef þér finnst hlutverkið sem um ræðir spennandi, sendu okkur endilega umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi. Sótt er um starfið á starfavef Syndis. Umsóknarfrestur er til 19. janúar.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Upplýsingar um starfið veita Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs ([email protected]) og Eva Demireva, mannauðsstjóri ([email protected]).
Íslenska
Enska










