

Ferðaráðgjafi hópadeild
Er KILROY að leita að þér?
KILROY Ísland er að leita af ferðaráðgjafa í hópadeild
Dreymir þig um að starfa hjá framsæknu alþjóðlegu fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu hópferða? Þá gæti verið að við séum að leita að þér!
Um okkur
KILROY Ísland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðalögum á heimsvísu. Við sérsníðum ferðir að þörfum ungra einstaklinga sem vilja leggja land undir fót og upplifa menningu og fegurðina sem heimurinn býður upp á. Ferðalögin okkar byggja á þýðingarmiklum upplifunum með sjálfbærum kostum. Við leggjum mikið upp úr því að kynna Íslendingum fyrir því að ferðast langt en hægt, uppgötva sjálfa/n sig og hafa gaman. Við trúum því að ferðalög geti mótað okkur og umhverfið á jákvæðan hátt og leggjum mikið upp úr einlægri og persónulegri þjónustu við okkar viðskiptavini og deilum eigin upplifunum og reynslu með sér útbúnum ferðaplönum fyrir okkar viðskiptavini.
Við bjóðum upp á ungan og skemmtilegan vinnustað þar sem við deilum ástríðu okkar fyrir ferðalögum á framandi slóðir. Gakktu til liðs við okkur til að búa til sanna heimsborgara!
Saga KILROY nær aftur til ársins 1946, skömmu eftir seinni heimstyrjöldina. Þar hófst grunnurinn að skipulögðum ferðalögum fyrir ungt fólk og námsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu á ferðalögum fyrir ungt fólk á Íslandi, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi. KILROY er hluti af föruneyti fyrirtækja í eigu KILROY International A/S þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru staðsettar í Kaupmannahöfn, Danmörku. Árið 2024 velti samstæðan um 30 milljörðum íslenskra króna með rúmlega 450 starfsmenn. Á Íslandi starfa 13 starfsmenn.
Upplýsingar um starfið
KILROY á Íslandi er að leita að ferðaráðgjafa í fullt starf til að slást í lið með okkar glæsilega teymi á Íslandi. Ferðaráðgjafinn yrði hluti af hópadeild Kilroy.
Skrifstofa okkar er staðsett í Norðurturni á 11. hæð við Hagasmára 3, Kópavogi. Vinnudagurinn er frá 9-17 alla virka daga.
Helsta starf ferðaráðgjafa okkar í hópadeild er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu við okkar viðskiptavini og hjálpa þeim að setja upp hina fullkomnu hópferð, hvort sem um sé að ræða fyrirtækjaferðir, útskriftarferðir háskólanema, stórfjölskyldan að láta sig dreyma um ferðalög á framandi staði eða vinahópurinn með næstu utanlandsferð á dagskrá.
Þú munt verða hluti af mjög samheldnu og reynslumiklu teymi með árangursdrifin markmið og mikla áherslu á liðsanda og þjónustu við viðskiptavini.
Hverjum erum við að leita að?
Við berum miklar væntingar til þín – þú ættir líka að hafa þær til okkar!
Fyrir utan okkar eigin ástríðu fyrir ferðalögum erum við að leita að einstaklingi sem:
- Hefur reynslu af ferðalögum eða ferðaiðnaði
- Er öruggur í sölu og starfa metnaðarfullu umhverfi
- Er framtakssamur og getur unnið með metnaðarfull markmið
- Er ábyrgðarfullur, skipulagður og sjálfsstæður í vinnubrögðum
- Getur sýnt yfirvegun þegar álag er mikið og mörg verkefni sem þarf að afgreiða hratt og örugglega
- Er alltaf tilbúinn að læra og þroskast í starfi
- Er með mikla samskiptahæfni, hress og skemmtilegur
- Getur séð um kynningar fyrir hópa
- Framsækin viðskiptastýring viðskiptavina
Reynsla
- Reynsla af ferðalögum erlendis
- Reynsla af sölu og/eða að starfa við flókin kerfi er kostur
- Reynsla af skipulagningu hópferða er kostur
- Unnið á fyrirtækjamarkaði kostur
- Vel talandi og skrifandi á ensku og íslensku
Við bjóðum uppá
- Metnaðarfullan og samheldinn vinnustað sem er partur af ungu alþjóðlegu umhverfi
- Skipulagða móttöku á nýjum starfsmanni með kennslu á helstu kerfum og kynningu á starfseminni og okkar helstu birgjum
- Stöðugri þjálfun starfsmanna
- Samkeppnishæf laun, árangurstengda bónusa og ýmis ferðatengd fríðindi
- Stórskemmtilegan vinnustað með frábæru samstarfsfólki
Ráðningarferlið
Ef þú sérð þig sem hluta af okkar teymi, endilega sendu okkur ferilskrá og smá kynningarbréf um af hverju þú vilt sækja um – ekki seinna en 11. janúar 2026. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða spurningar til okkar, ekki hika við að hafa samband við Ingólf Helga. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á [email protected]
Þegar umsóknarfresturinn er liðinn munum við fara í gegnum allar umsóknir og hafa samband að því ferli loknu. Allir umsækjendur munu heyra frá okkur.
Íslenska
Enska










