

Aðstoðarmaður söludeildar
Aðstoðarmaður söludeildar styður við dagleg störf söludeildar og aðstoðar sölufólk við fjölbreytt verkefni eftir þörfum. Starfið er fjölbreytt og krefst sveigjanleika, frumkvæðis og skipulags.
Helstu verkefni
-
Almenn aðstoð við söludeild og einstaka starfsmenn hennar
-
Umsýsla og vinna í töflureiknum (t.d. Excel / Google Sheets)
-
Aðstoð við tilboðs- og verkefnavinnu
-
Útgáfa, uppfærsla og utanumhald gagna
-
Keyrslur og smærri erindi fyrir söludeild
-
Samskipti við aðrar deildir eftir þörfum
-
Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast starfsemi söludeildar
Ábyrgð
-
Að verkefni séu unnin á réttum tíma og af nákvæmni
-
Að létta álagi af söludeild með virkum stuðningi
-
Að sýna sjálfstæði í framkvæmd verkefna sem eru falin
Eðli starfsins
-
Starfið er ekki afmarkað við eina tegund verkefna
-
Verkefni geta breyst hratt eftir þörfum söludeildar
-
Hentar einstaklingi sem er lausnamiðaður, ekki bundinn við ákveðna rútínu
-
Engin sérstök menntun er skilyrði fyrir starfinu
-
Öll menntun er tekin til greina og getur reynst kostur í starfi
Íslenska
Enska










