Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Umsjónarmaður Bókasafnsins á Eskifirði

Bókasafnið er staðsett á neðstu hæðinni í Eskifjarðarskóla og starfið heyrir undir skólastjóra. Starfsmaður tekur þátt í starfi skólans og er hluti af starfsliði hans en safnið þjónar bæði skóla og almenningi. Starfið snýst einnig um samstarf við aðra umsjónarmenn bókasafna í Fjarðabyggð sem og menningarstofu Fjarðabyggðar.

Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og ókeypis samgöngur eru innan kjarnanna. Stutt er í ósnortna náttúru, fjölbreytta afþreyingar möguleika og eina af betri sundlaugum landsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning safnsins og þjónustu þess í samráði við skólastjóra.
  • Merking og umsjón gagna til útlána fyrir safnið.
  • Ábyrgð á snyrtilegu yfirbragði safnsins.
  • Umsjón með tölvuskráningu gagna og útlána safnsins í Landskerfi bókasafna.
  • Öflun og greining upplýsinga um bókasafnið og skýrslugerð.
  • Ábyrgð á að kynna bókasafnið og þjónustu þess.
  • Ráðgjöf um skráningu og notkun rafbókasafns.
  • Fylgist með nýjungum á sviði bókasafnsrekstrar og upplýsingatækni.
  • Sinna reglulegri fræðslu til skólabarna í samráði við skólastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum er æskileg sem og önnur menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Framhaldsskólamenntun er æskileg.
  • Þekking á rekstri og skipulagningu bókasafna.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku.
  • Þekking á helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í þágu bókasafnsins.
Auglýsing birt9. desember 2025
Umsóknarfrestur10. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar