
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Umsjónarmaður Bókasafnsins á Eskifirði
Bókasafnið er staðsett á neðstu hæðinni í Eskifjarðarskóla og starfið heyrir undir skólastjóra. Starfsmaður tekur þátt í starfi skólans og er hluti af starfsliði hans en safnið þjónar bæði skóla og almenningi. Starfið snýst einnig um samstarf við aðra umsjónarmenn bókasafna í Fjarðabyggð sem og menningarstofu Fjarðabyggðar.
Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og ókeypis samgöngur eru innan kjarnanna. Stutt er í ósnortna náttúru, fjölbreytta afþreyingar möguleika og eina af betri sundlaugum landsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning safnsins og þjónustu þess í samráði við skólastjóra.
- Merking og umsjón gagna til útlána fyrir safnið.
- Ábyrgð á snyrtilegu yfirbragði safnsins.
- Umsjón með tölvuskráningu gagna og útlána safnsins í Landskerfi bókasafna.
- Öflun og greining upplýsinga um bókasafnið og skýrslugerð.
- Ábyrgð á að kynna bókasafnið og þjónustu þess.
- Ráðgjöf um skráningu og notkun rafbókasafns.
- Fylgist með nýjungum á sviði bókasafnsrekstrar og upplýsingatækni.
- Sinna reglulegri fræðslu til skólabarna í samráði við skólastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum er æskileg sem og önnur menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Framhaldsskólamenntun er æskileg.
- Þekking á rekstri og skipulagningu bókasafna.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku.
- Þekking á helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í þágu bókasafnsins.
Auglýsing birt9. desember 2025
Umsóknarfrestur10. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (10)

Gæðastjóri
Fastus

Héraðsskjalavörður á Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar
Borgarbyggð

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

VSFK óskar eftir starfsmanni á skrifstofu stéttarfélagsins
VSFK

Aðstoðarnótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands
Embætti forseta Íslands

Þjónustufulltrúi í fraktdeild
DHL Express Iceland ehf

Þjónustu- og móttökustarf hjá Signa
Signa ehf

Forstöðumaður Skjala- og myndasafns Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Starfskraftur afgreiðslu á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf